Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 12:17 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. Sigurður Ingi og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ræddu stöðu mála í hagkerfinu og í stjórnmálunum á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar benti Sigurður Ingi á að vinnumarkaðurinn væri í raun að verða tvískiptur. „Annars vegar er hér kaupmáttaraukning þeirra sem eru hér í vinnu, umtalsverð. Og launahækkanir fram í tímann á grundvelli þeirra samninga sem hafa verið gerðir. Á meðan hinn hópurinn sem að stækkar er að fara að missa atvinnuna eða er búið að missa atvinnuna,“ sagði Sigurður Ingi. Horfa þyrfti á vinnumarkaðinn í heild sinni og velti hann þeirri spurning upp hvort þetta væri skynsamleg staða, að þeir sem eru í vinnu haldi áfram að fá launahækkanir í mikilli kreppu, á meðan þeir sem missi vinnunna missi af lestinni. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga og Loga hér að neðan, en farið var yfir ansi víðan völl. „Er það til að mynda að skynsamlegt að halda bara svona áfram eins og ekkert hafi í skorist þrátt fyrir 100 ára kreppu eða væri kannski skynsamlegra að segja: Eigum við að fresta öllum hækkunum?“ Þáttastjórnandi greip þá orðið af Sigurði Inga og spurði hvað hann væri að meina. „Eigum við að lengja alla samninga, alla kjarasamninga þannig að þeir sem eru á vinnumarkaðnum taki þátt í að búa til meiri möguleika að búa til störf fyrir þá sem hafa misst atvinunna? Er það kannski hin skymsamlega nálgun? Ég er á því ef að allur, og þá er ég ekki bara að tala um almenna markaðinn, þetta þarf þá að gerast líka á opinbera markaðinn ekki síður,“ sagði Sigurður Ingi. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að ekki ætti að fara í skattahækkanir og ekki ætti að fara í niðurskurð, sem þýddi að störf þeirra sem væru á opinbera markaðinum væru tiltölulega örugg, á meðan störfin á almenna markaðinum væri í meiri hættu. „Ég hef bara sagt, eigum við ekki að horfa á þetta sem eina heild. Væri ekki skynsamlegast að hreinlega framlengja alla samninga um eitt ár, taka eitt ár í pásu á meðan við erum að komast í gegnum þetta.“ Þannig að engar kauphækkanir í eitt ár svo ég skilji þig rétt? „Ég er bara að varpa þessu fram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Kjaramál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. Sigurður Ingi og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ræddu stöðu mála í hagkerfinu og í stjórnmálunum á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar benti Sigurður Ingi á að vinnumarkaðurinn væri í raun að verða tvískiptur. „Annars vegar er hér kaupmáttaraukning þeirra sem eru hér í vinnu, umtalsverð. Og launahækkanir fram í tímann á grundvelli þeirra samninga sem hafa verið gerðir. Á meðan hinn hópurinn sem að stækkar er að fara að missa atvinnuna eða er búið að missa atvinnuna,“ sagði Sigurður Ingi. Horfa þyrfti á vinnumarkaðinn í heild sinni og velti hann þeirri spurning upp hvort þetta væri skynsamleg staða, að þeir sem eru í vinnu haldi áfram að fá launahækkanir í mikilli kreppu, á meðan þeir sem missi vinnunna missi af lestinni. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga og Loga hér að neðan, en farið var yfir ansi víðan völl. „Er það til að mynda að skynsamlegt að halda bara svona áfram eins og ekkert hafi í skorist þrátt fyrir 100 ára kreppu eða væri kannski skynsamlegra að segja: Eigum við að fresta öllum hækkunum?“ Þáttastjórnandi greip þá orðið af Sigurði Inga og spurði hvað hann væri að meina. „Eigum við að lengja alla samninga, alla kjarasamninga þannig að þeir sem eru á vinnumarkaðnum taki þátt í að búa til meiri möguleika að búa til störf fyrir þá sem hafa misst atvinunna? Er það kannski hin skymsamlega nálgun? Ég er á því ef að allur, og þá er ég ekki bara að tala um almenna markaðinn, þetta þarf þá að gerast líka á opinbera markaðinn ekki síður,“ sagði Sigurður Ingi. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að ekki ætti að fara í skattahækkanir og ekki ætti að fara í niðurskurð, sem þýddi að störf þeirra sem væru á opinbera markaðinum væru tiltölulega örugg, á meðan störfin á almenna markaðinum væri í meiri hættu. „Ég hef bara sagt, eigum við ekki að horfa á þetta sem eina heild. Væri ekki skynsamlegast að hreinlega framlengja alla samninga um eitt ár, taka eitt ár í pásu á meðan við erum að komast í gegnum þetta.“ Þannig að engar kauphækkanir í eitt ár svo ég skilji þig rétt? „Ég er bara að varpa þessu fram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Kjaramál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira