Innlent

Smit sendir ellefu af Snaps í sóttkví

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Snaps við Óðinstorg hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár.
Snaps við Óðinstorg hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Vísir/Vilhelm

Einn starfsmaður hins vinsæla veitingastaðar Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með Covid-19. Fyrir vikið er hann kominn í einangrun og tíu starfsmenn til viðbótar í sóttkví.

Þetta staðfestir Guðrún Vala Benediktsdóttir, rekstrarstjóri Snaps, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Guðrún Vala segir aðgerðirnar ekki munu hafa nein áhrif á rekstur Snaps. Þau hafi verið í samráði við sóttvarnarteymi almannavarna sem telji ekki nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða.

Guðrún Vala útskýrir að þessi ellefu séu af sömu vakt. Snaps sé hins vegar ríkt af góðu starfsfólki sem standa mun vaktina á meðan vaktafélagarnir ellefu verða í sóttkví.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.