Erlent

Eigandi flutningabílsins játar að hafa orðið 39 að bana

Samúel Karl Ólason skrifar
Bíllinn fannst á hafnarsvæði í Essex og hafði verið fluttur frá Belgíu.
Bíllinn fannst á hafnarsvæði í Essex og hafði verið fluttur frá Belgíu. EPA/Vickie Flores

Vöruflutningamaðurinn Ronan Huges hefur játað fyrir dómi að hafa orðið 39 manns að bana. Fólkið fannst dáið í gámi í fyrra og var þar um að ræða farandfólk frá Víetnam. Tíu táningar voru meðal hinna látnu. Bílstjóri bílsins sem bar gáminn, Maurice Robinson, hafði áður játað fyrir dómi að hafa orðið fólkinu að bana.

Huges, sem er frá Norður-Írlandi og á fyrirtæki sem gerir út flutningabíla, er einnig sakaður um mansal. Hann er sagður tengjast alþjóðlegum smyglhring og hafa leyft notkun á fyrirtæki sínu og bílum í mansal.

Þriðji maðurinn, Eamonn Harrioson, sem er 23 ára gamall, sagðist saklaus af sömu 39 manndrápsákærum.

Samkvæmt frétt Sky News hefur rannsókn leitt í ljós að fólkið í gámnum dó úr súrefnisskorti og ofhitnun. Gámurinn fannst á hafnarsvæði í Essex, eftir að hann hafði verið tekinn af ferju frá Belgíu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×