Hertari sóttvarnarráðstafanir þýði röskun á skólastarfi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 13:43 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Aðalsteinsson Ekki stendur til að herða sóttvarnarráðstafanir í grunnskólum borgarinnar þrátt fyrir ákall frá Félagi grunnskóla að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hertar aðgerðir þýði röskun á skólastarfi. Hann ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar um skólastarfið í borginni á tímum Covid-19. Smit hefur komið upp í að minnsta kosti fimm grunnskólum í borginni á síðustu viku, nú síðast í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. Formaður félags grunnskólakennara sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að mistök hafi verið gerð með sóttvarnir í upphafi skólaárs. Margir kennarar telji að sóttvarnarráðstafanir séu ekki nægar og að þeir séu í meiri smithættu en aðrir þjóðfélagshópar. Helgi hrósar starfsfólki skólanna og segir það hafa staðið sig afburðavel í að skipuleggja skólastarf innan þess ramma sem sóttvarnaryfirvöld setja. Hann segir að meginmarkmiðið sé að halda úti eins miklu skólastarfi og kostur er. „Við erum í dag að framkvæma okkar skóla- og frístundastarf á hættustigi ekki neyðarstigi. Það var raunin í vor og þá var neyðarstig í gildi og þá þurfti að grípa til mun harðari aðgerða en þörf er á í dag að mati sóttvarnaryfirvalda. Það má ekki gleyma því að ef við förum í eins stranga hólfun og var í vor þá þýðir það skerðing á skólastarfi, skólasókn barna og ungmenna. Það er eitthvað sem bæði sóttvarnaryfirvöld og menntamálayfirvöld, bæði hér á landi og um allan heim, mæla eindregið gegn. Við verðum að standa vörð um menntun og velferð barnanna okkar.“ Í gær fengu foreldrar barna í Melaskóla skeyti frá skólastjóranum þar sem fram kom að starfsmaður við skólann hafi greinst með kórónuveiruna. Rakningarteymi almannavarna ákvað í kjölfarið að fjórir starfsmenn til viðbótar skyldu einnig fara í tveggja vikna sóttkví. Helgi segir gríðarlega mikilvægt að bregðast skjótt og kröftuglega við ef grunur verður um smit. „Þar var maki sem var greindur [með veiruna] og viðkomandi starfsmaður var með einkenni og þá gripum við strax til þess ráðs að setja þá sem höfðu verið í mestu samstarfi við viðkomandi starfsmann í sóttkví og það var áður en smit var staðfest og áður en rakningarteymið fór í sína úrvinnslu. Þarna leiðbeindum við stjórnandanum að grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að verja starfsmannahópinn sinn og það varð síðan niðurstaðan að við vorum með puttann á púlsinum og settum þá í varúðarsóttkví, nákvæmlega þá sem rakningarteymið síðan ákvað að þyrftu að fara í sóttkví.“ Helgi hefur trú á þeim ráðstöfunum sem hafa verið gerðar í skólunum til að hindra útbreiðslu veirunnar. Enn sem komið er séu engin dæmi um að smit hafi borist til starfsmannahópsins á síðustu vikum. „Það er starfsmaður sem hefur smitast í sínu einkalífi og kemur inn á vinnustað og síðan hefur verið brugðist við þeim ráðstöfunum sem stuðla að því að smit berist ekki út. Enn sem komið eru engar fréttir um útbreiðslu smits til þeirra sem eru í sóttkví“. Meginmarkmiðið í vetur er, að sögn Helga, að finna leiðir til að aðlaga líf okkar að faraldrinum og að vera viðbúin bæði smærri og stærri bylgjum veirunnar og reiðubúin að draga saman seglin með litlum fyrirvara ef þörf krefur. Aðalatriðið sé að reyna að halda úti eins miklu skólastarfi og kostur er „barnanna okkar vegna og samfélagsins vegna“. Hann segir reynsluna sem starfsfólk skólanna hafi fengið í vor geri það betur í stakk búið að takast á við veturinn „sem verður með lygnum sjó og brimi hugsanlega, einhvern tíman.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Ekki stendur til að herða sóttvarnarráðstafanir í grunnskólum borgarinnar þrátt fyrir ákall frá Félagi grunnskóla að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hertar aðgerðir þýði röskun á skólastarfi. Hann ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar um skólastarfið í borginni á tímum Covid-19. Smit hefur komið upp í að minnsta kosti fimm grunnskólum í borginni á síðustu viku, nú síðast í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. Formaður félags grunnskólakennara sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að mistök hafi verið gerð með sóttvarnir í upphafi skólaárs. Margir kennarar telji að sóttvarnarráðstafanir séu ekki nægar og að þeir séu í meiri smithættu en aðrir þjóðfélagshópar. Helgi hrósar starfsfólki skólanna og segir það hafa staðið sig afburðavel í að skipuleggja skólastarf innan þess ramma sem sóttvarnaryfirvöld setja. Hann segir að meginmarkmiðið sé að halda úti eins miklu skólastarfi og kostur er. „Við erum í dag að framkvæma okkar skóla- og frístundastarf á hættustigi ekki neyðarstigi. Það var raunin í vor og þá var neyðarstig í gildi og þá þurfti að grípa til mun harðari aðgerða en þörf er á í dag að mati sóttvarnaryfirvalda. Það má ekki gleyma því að ef við förum í eins stranga hólfun og var í vor þá þýðir það skerðing á skólastarfi, skólasókn barna og ungmenna. Það er eitthvað sem bæði sóttvarnaryfirvöld og menntamálayfirvöld, bæði hér á landi og um allan heim, mæla eindregið gegn. Við verðum að standa vörð um menntun og velferð barnanna okkar.“ Í gær fengu foreldrar barna í Melaskóla skeyti frá skólastjóranum þar sem fram kom að starfsmaður við skólann hafi greinst með kórónuveiruna. Rakningarteymi almannavarna ákvað í kjölfarið að fjórir starfsmenn til viðbótar skyldu einnig fara í tveggja vikna sóttkví. Helgi segir gríðarlega mikilvægt að bregðast skjótt og kröftuglega við ef grunur verður um smit. „Þar var maki sem var greindur [með veiruna] og viðkomandi starfsmaður var með einkenni og þá gripum við strax til þess ráðs að setja þá sem höfðu verið í mestu samstarfi við viðkomandi starfsmann í sóttkví og það var áður en smit var staðfest og áður en rakningarteymið fór í sína úrvinnslu. Þarna leiðbeindum við stjórnandanum að grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að verja starfsmannahópinn sinn og það varð síðan niðurstaðan að við vorum með puttann á púlsinum og settum þá í varúðarsóttkví, nákvæmlega þá sem rakningarteymið síðan ákvað að þyrftu að fara í sóttkví.“ Helgi hefur trú á þeim ráðstöfunum sem hafa verið gerðar í skólunum til að hindra útbreiðslu veirunnar. Enn sem komið er séu engin dæmi um að smit hafi borist til starfsmannahópsins á síðustu vikum. „Það er starfsmaður sem hefur smitast í sínu einkalífi og kemur inn á vinnustað og síðan hefur verið brugðist við þeim ráðstöfunum sem stuðla að því að smit berist ekki út. Enn sem komið eru engar fréttir um útbreiðslu smits til þeirra sem eru í sóttkví“. Meginmarkmiðið í vetur er, að sögn Helga, að finna leiðir til að aðlaga líf okkar að faraldrinum og að vera viðbúin bæði smærri og stærri bylgjum veirunnar og reiðubúin að draga saman seglin með litlum fyrirvara ef þörf krefur. Aðalatriðið sé að reyna að halda úti eins miklu skólastarfi og kostur er „barnanna okkar vegna og samfélagsins vegna“. Hann segir reynsluna sem starfsfólk skólanna hafi fengið í vor geri það betur í stakk búið að takast á við veturinn „sem verður með lygnum sjó og brimi hugsanlega, einhvern tíman.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira