Hertari sóttvarnarráðstafanir þýði röskun á skólastarfi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 13:43 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Aðalsteinsson Ekki stendur til að herða sóttvarnarráðstafanir í grunnskólum borgarinnar þrátt fyrir ákall frá Félagi grunnskóla að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hertar aðgerðir þýði röskun á skólastarfi. Hann ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar um skólastarfið í borginni á tímum Covid-19. Smit hefur komið upp í að minnsta kosti fimm grunnskólum í borginni á síðustu viku, nú síðast í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. Formaður félags grunnskólakennara sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að mistök hafi verið gerð með sóttvarnir í upphafi skólaárs. Margir kennarar telji að sóttvarnarráðstafanir séu ekki nægar og að þeir séu í meiri smithættu en aðrir þjóðfélagshópar. Helgi hrósar starfsfólki skólanna og segir það hafa staðið sig afburðavel í að skipuleggja skólastarf innan þess ramma sem sóttvarnaryfirvöld setja. Hann segir að meginmarkmiðið sé að halda úti eins miklu skólastarfi og kostur er. „Við erum í dag að framkvæma okkar skóla- og frístundastarf á hættustigi ekki neyðarstigi. Það var raunin í vor og þá var neyðarstig í gildi og þá þurfti að grípa til mun harðari aðgerða en þörf er á í dag að mati sóttvarnaryfirvalda. Það má ekki gleyma því að ef við förum í eins stranga hólfun og var í vor þá þýðir það skerðing á skólastarfi, skólasókn barna og ungmenna. Það er eitthvað sem bæði sóttvarnaryfirvöld og menntamálayfirvöld, bæði hér á landi og um allan heim, mæla eindregið gegn. Við verðum að standa vörð um menntun og velferð barnanna okkar.“ Í gær fengu foreldrar barna í Melaskóla skeyti frá skólastjóranum þar sem fram kom að starfsmaður við skólann hafi greinst með kórónuveiruna. Rakningarteymi almannavarna ákvað í kjölfarið að fjórir starfsmenn til viðbótar skyldu einnig fara í tveggja vikna sóttkví. Helgi segir gríðarlega mikilvægt að bregðast skjótt og kröftuglega við ef grunur verður um smit. „Þar var maki sem var greindur [með veiruna] og viðkomandi starfsmaður var með einkenni og þá gripum við strax til þess ráðs að setja þá sem höfðu verið í mestu samstarfi við viðkomandi starfsmann í sóttkví og það var áður en smit var staðfest og áður en rakningarteymið fór í sína úrvinnslu. Þarna leiðbeindum við stjórnandanum að grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að verja starfsmannahópinn sinn og það varð síðan niðurstaðan að við vorum með puttann á púlsinum og settum þá í varúðarsóttkví, nákvæmlega þá sem rakningarteymið síðan ákvað að þyrftu að fara í sóttkví.“ Helgi hefur trú á þeim ráðstöfunum sem hafa verið gerðar í skólunum til að hindra útbreiðslu veirunnar. Enn sem komið er séu engin dæmi um að smit hafi borist til starfsmannahópsins á síðustu vikum. „Það er starfsmaður sem hefur smitast í sínu einkalífi og kemur inn á vinnustað og síðan hefur verið brugðist við þeim ráðstöfunum sem stuðla að því að smit berist ekki út. Enn sem komið eru engar fréttir um útbreiðslu smits til þeirra sem eru í sóttkví“. Meginmarkmiðið í vetur er, að sögn Helga, að finna leiðir til að aðlaga líf okkar að faraldrinum og að vera viðbúin bæði smærri og stærri bylgjum veirunnar og reiðubúin að draga saman seglin með litlum fyrirvara ef þörf krefur. Aðalatriðið sé að reyna að halda úti eins miklu skólastarfi og kostur er „barnanna okkar vegna og samfélagsins vegna“. Hann segir reynsluna sem starfsfólk skólanna hafi fengið í vor geri það betur í stakk búið að takast á við veturinn „sem verður með lygnum sjó og brimi hugsanlega, einhvern tíman.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Ekki stendur til að herða sóttvarnarráðstafanir í grunnskólum borgarinnar þrátt fyrir ákall frá Félagi grunnskóla að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hertar aðgerðir þýði röskun á skólastarfi. Hann ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar um skólastarfið í borginni á tímum Covid-19. Smit hefur komið upp í að minnsta kosti fimm grunnskólum í borginni á síðustu viku, nú síðast í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. Formaður félags grunnskólakennara sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að mistök hafi verið gerð með sóttvarnir í upphafi skólaárs. Margir kennarar telji að sóttvarnarráðstafanir séu ekki nægar og að þeir séu í meiri smithættu en aðrir þjóðfélagshópar. Helgi hrósar starfsfólki skólanna og segir það hafa staðið sig afburðavel í að skipuleggja skólastarf innan þess ramma sem sóttvarnaryfirvöld setja. Hann segir að meginmarkmiðið sé að halda úti eins miklu skólastarfi og kostur er. „Við erum í dag að framkvæma okkar skóla- og frístundastarf á hættustigi ekki neyðarstigi. Það var raunin í vor og þá var neyðarstig í gildi og þá þurfti að grípa til mun harðari aðgerða en þörf er á í dag að mati sóttvarnaryfirvalda. Það má ekki gleyma því að ef við förum í eins stranga hólfun og var í vor þá þýðir það skerðing á skólastarfi, skólasókn barna og ungmenna. Það er eitthvað sem bæði sóttvarnaryfirvöld og menntamálayfirvöld, bæði hér á landi og um allan heim, mæla eindregið gegn. Við verðum að standa vörð um menntun og velferð barnanna okkar.“ Í gær fengu foreldrar barna í Melaskóla skeyti frá skólastjóranum þar sem fram kom að starfsmaður við skólann hafi greinst með kórónuveiruna. Rakningarteymi almannavarna ákvað í kjölfarið að fjórir starfsmenn til viðbótar skyldu einnig fara í tveggja vikna sóttkví. Helgi segir gríðarlega mikilvægt að bregðast skjótt og kröftuglega við ef grunur verður um smit. „Þar var maki sem var greindur [með veiruna] og viðkomandi starfsmaður var með einkenni og þá gripum við strax til þess ráðs að setja þá sem höfðu verið í mestu samstarfi við viðkomandi starfsmann í sóttkví og það var áður en smit var staðfest og áður en rakningarteymið fór í sína úrvinnslu. Þarna leiðbeindum við stjórnandanum að grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að verja starfsmannahópinn sinn og það varð síðan niðurstaðan að við vorum með puttann á púlsinum og settum þá í varúðarsóttkví, nákvæmlega þá sem rakningarteymið síðan ákvað að þyrftu að fara í sóttkví.“ Helgi hefur trú á þeim ráðstöfunum sem hafa verið gerðar í skólunum til að hindra útbreiðslu veirunnar. Enn sem komið er séu engin dæmi um að smit hafi borist til starfsmannahópsins á síðustu vikum. „Það er starfsmaður sem hefur smitast í sínu einkalífi og kemur inn á vinnustað og síðan hefur verið brugðist við þeim ráðstöfunum sem stuðla að því að smit berist ekki út. Enn sem komið eru engar fréttir um útbreiðslu smits til þeirra sem eru í sóttkví“. Meginmarkmiðið í vetur er, að sögn Helga, að finna leiðir til að aðlaga líf okkar að faraldrinum og að vera viðbúin bæði smærri og stærri bylgjum veirunnar og reiðubúin að draga saman seglin með litlum fyrirvara ef þörf krefur. Aðalatriðið sé að reyna að halda úti eins miklu skólastarfi og kostur er „barnanna okkar vegna og samfélagsins vegna“. Hann segir reynsluna sem starfsfólk skólanna hafi fengið í vor geri það betur í stakk búið að takast á við veturinn „sem verður með lygnum sjó og brimi hugsanlega, einhvern tíman.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira