Fundu skýringu á brennisteinslykt af heita vatninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 10:57 Kórahverfi Kópavogs. vísir/vilhelm Uppfært klukkan 12: Veitur segjast hafa fundið skýringu á lyktinni, eins og rakið er í tilkynningu frá fyrirtækinu sem má lesa hér að neðan: Nú í morgunsárið fundu margir viðskiptavinir Veitna meiri lykt af heita vatninu en þeir eiga að venjast. Ástæðan er sú að verið var að færa framleiðslu á heitu vatni frá Nesjavallavirkjun, þar sem viðhaldsvinna er í gangi, yfir á Hellisheiðarvirkjun. Við yfirfærsluna varð brennisteinsstyrkur í vatninu of hár. Búið er að leiðrétta hann en það tekur tíma fyrir þá leiðréttingu að skila sér út í dreifikerfið, jafnvel allt að 12 tíma. Engin hætta er á ferðum, einungis aukin lykt. Heitt vatn frá Hellisheiðarvirkjun er nú í dreifingu í Grafarholti, Selási, Norðlingaholti, Kópavogi (nema Lundum), Garðabæ og Hafnarfirði. Hér að neðan má lesa upprunalegu fréttina af málinu: Fréttastofu hafa borist ábendingar um að töluverð brennisteinslykt sé af heita vatninu í Kópavogi og Hafnarfirði. Eftirlitsaðilar hafa að sama skapi fengið símhringingar frá fólki sem lýsir hveralykt. Málið er til skoðunar en ekki talin mikil hætta á ferðum. Heibrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar vaktar gæði neysluvatns á svæðinu og samkvæmt upplýsingum frá eftirlitinu er málið til skoðunar. Starfsmaður á vakt segir í samtali við Vísi að þeim hafi borist nokkrar símhringingar vegna brennisteinslyktar af heita vatninu og að búið sé að hafa samband við Veitur, sem kanni nú upptök og ástæður. Í samtali við vef Morgunblaðsins segir upplýsingafulltrúi Veitna svipaða sögu, þau hafi jafnframt fengið tilkynningar. Nú standi yfir viðhald á Nesjavallavirkjun þannig að allt heitt vatni renni nú frá Hellisheiðarvirkjun. Það kunni að skýra lyktina en upplýsingafulltrúinn segir það þó ekki hafa gerst þegar þetta fyrirkomulag hefur verið viðhaft áður. Veitur þurftu að loka fyrir Suðuræð á dögunum og fyrir vikið varð heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu. Fyrrnefnt viðhald á Nesjavallavirkjun er ekki sagt tengjast þeirri lokun. Sem fyrr segir er málið til skoðunar og von er á frekari upplýsingum þegar líður á daginn. Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17. ágúst 2020 09:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Uppfært klukkan 12: Veitur segjast hafa fundið skýringu á lyktinni, eins og rakið er í tilkynningu frá fyrirtækinu sem má lesa hér að neðan: Nú í morgunsárið fundu margir viðskiptavinir Veitna meiri lykt af heita vatninu en þeir eiga að venjast. Ástæðan er sú að verið var að færa framleiðslu á heitu vatni frá Nesjavallavirkjun, þar sem viðhaldsvinna er í gangi, yfir á Hellisheiðarvirkjun. Við yfirfærsluna varð brennisteinsstyrkur í vatninu of hár. Búið er að leiðrétta hann en það tekur tíma fyrir þá leiðréttingu að skila sér út í dreifikerfið, jafnvel allt að 12 tíma. Engin hætta er á ferðum, einungis aukin lykt. Heitt vatn frá Hellisheiðarvirkjun er nú í dreifingu í Grafarholti, Selási, Norðlingaholti, Kópavogi (nema Lundum), Garðabæ og Hafnarfirði. Hér að neðan má lesa upprunalegu fréttina af málinu: Fréttastofu hafa borist ábendingar um að töluverð brennisteinslykt sé af heita vatninu í Kópavogi og Hafnarfirði. Eftirlitsaðilar hafa að sama skapi fengið símhringingar frá fólki sem lýsir hveralykt. Málið er til skoðunar en ekki talin mikil hætta á ferðum. Heibrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar vaktar gæði neysluvatns á svæðinu og samkvæmt upplýsingum frá eftirlitinu er málið til skoðunar. Starfsmaður á vakt segir í samtali við Vísi að þeim hafi borist nokkrar símhringingar vegna brennisteinslyktar af heita vatninu og að búið sé að hafa samband við Veitur, sem kanni nú upptök og ástæður. Í samtali við vef Morgunblaðsins segir upplýsingafulltrúi Veitna svipaða sögu, þau hafi jafnframt fengið tilkynningar. Nú standi yfir viðhald á Nesjavallavirkjun þannig að allt heitt vatni renni nú frá Hellisheiðarvirkjun. Það kunni að skýra lyktina en upplýsingafulltrúinn segir það þó ekki hafa gerst þegar þetta fyrirkomulag hefur verið viðhaft áður. Veitur þurftu að loka fyrir Suðuræð á dögunum og fyrir vikið varð heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu. Fyrrnefnt viðhald á Nesjavallavirkjun er ekki sagt tengjast þeirri lokun. Sem fyrr segir er málið til skoðunar og von er á frekari upplýsingum þegar líður á daginn.
Kópavogur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17. ágúst 2020 09:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. 17. ágúst 2020 09:01