Reynir Pétur gefur út munnhörpudisk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2020 20:00 Reynir Pétur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi fagnar því þessa dagana að nú eru 35 ár liðin frá því að hann gekk hringinn í kringum landið fyrstur manna. Reynir Pétur er enn duglegur að ganga en aðaláhugamálið hans í dag er þó munnhörpuleikur en hann er að fara að gefa út geisladisk þar sem hann spilar á munnhörpuna sína. Reynir Pétur Steinunnarson, sem er rúmlega sjötugur er alltaf á fleygiferð og alltaf meira en nóg að gera hjá honum á Sólheimum. Fyrir 35 árum síðan þá var hann að ganga hringinn í kringum landið en þá gekk hann 1472 kílómetra á 32 dögum í Íslandsgöngu sinni. „Mér þykir þetta lyginni líkast að þetta gerðist fyrir 35 árum og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að framkvæma þetta. Það var margt mjög skemmtilegt við gönguna, ég sá mikið af fallegu landslagi, og svo mætti ég fullt af flottu fólki á leiðinni,“ segir Reynir Pétur. Nú eru 35 ár frá því að Reynir Pétur gekk hringinn í kringum landið, fyrstur manna á Íslandi.EinkasafnEn myndi Reynir Pétur treysta sér að ganga aftur hringinn í dag? „Maður þyrfti þá að hafa allan aðbúnað eins og ég orða það, það yrði mikil fyrirhöfn og allt sem því fylgir, þannig að ég get ekki svarað því“. Reynir Pétur gengur enn mikið í dag og hann er líka duglegur að hjóla. En það sem á allan hug hans í dag er að spila á munnhörpuna sína. „Heyrðu, það er að koma út ný plata með sumrinu. Nú skalt þú vera fljótur að ná þér í eitt eintak þegar hún kemur. Það verður að koma í ljós hvernig diskur þetta verður, sjón eru sögu ríkari, ég vil ekkert gefa upp, þú verður bara að heimsækja karlinn“, segir Reynir Pétur. Ekki er ólíklegt að Reynir Pétur verði duglegur að spila á munnhörpuna fyrir gesti sem heimsækja Sólheima í sumar á 90 ára afmæli staðarins og þá reynir hann örugglega að koma nýja disknum líka út. Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Reynir Pétur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi fagnar því þessa dagana að nú eru 35 ár liðin frá því að hann gekk hringinn í kringum landið fyrstur manna. Reynir Pétur er enn duglegur að ganga en aðaláhugamálið hans í dag er þó munnhörpuleikur en hann er að fara að gefa út geisladisk þar sem hann spilar á munnhörpuna sína. Reynir Pétur Steinunnarson, sem er rúmlega sjötugur er alltaf á fleygiferð og alltaf meira en nóg að gera hjá honum á Sólheimum. Fyrir 35 árum síðan þá var hann að ganga hringinn í kringum landið en þá gekk hann 1472 kílómetra á 32 dögum í Íslandsgöngu sinni. „Mér þykir þetta lyginni líkast að þetta gerðist fyrir 35 árum og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að framkvæma þetta. Það var margt mjög skemmtilegt við gönguna, ég sá mikið af fallegu landslagi, og svo mætti ég fullt af flottu fólki á leiðinni,“ segir Reynir Pétur. Nú eru 35 ár frá því að Reynir Pétur gekk hringinn í kringum landið, fyrstur manna á Íslandi.EinkasafnEn myndi Reynir Pétur treysta sér að ganga aftur hringinn í dag? „Maður þyrfti þá að hafa allan aðbúnað eins og ég orða það, það yrði mikil fyrirhöfn og allt sem því fylgir, þannig að ég get ekki svarað því“. Reynir Pétur gengur enn mikið í dag og hann er líka duglegur að hjóla. En það sem á allan hug hans í dag er að spila á munnhörpuna sína. „Heyrðu, það er að koma út ný plata með sumrinu. Nú skalt þú vera fljótur að ná þér í eitt eintak þegar hún kemur. Það verður að koma í ljós hvernig diskur þetta verður, sjón eru sögu ríkari, ég vil ekkert gefa upp, þú verður bara að heimsækja karlinn“, segir Reynir Pétur. Ekki er ólíklegt að Reynir Pétur verði duglegur að spila á munnhörpuna fyrir gesti sem heimsækja Sólheima í sumar á 90 ára afmæli staðarins og þá reynir hann örugglega að koma nýja disknum líka út.
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira