Um 75% allrar mjólkur á Íslandi kemur frá kúm í lausagöngufjósum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2020 13:45 Meira en 75% allrar mjólkur á Íslandi kemur frá kúm í lausagöngufjósum. Básafjósum fækkað um 49% á síðastliðnum áratug. Landssamband kúabænda Í fyrsta skipti eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi en mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forystuna. Ekkert annað land í heiminum hafi jafn hátt hlutfall mjaltaþjónafjósa af heildarfjölda fjósa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þróun fjósgerða og mjaltatækni sem Landssamband kúabænda gaf út í vikunni. Allt frá árinu 2003 hefur Landssamband kúabænda staðið fyrir því að taka saman upplýsingar um fjósgerðir á Íslandi og þróun þeirra ásamt ýmsum öðrum gagnlegum upplýsingum. Þetta hefur verið gert u.þ.b. annað hvert ár og nú liggur fyrir níunda skýrslan og tekur hún til árabilsins 2017-2019. Upplýsingar þar eru athyglisverðar en helstu tíðindin eru þau að í fyrsta skipti þá eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi því mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forustuna í þessum efnum. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. „Við sáum það fyrir tveimur árum að þá tóku lausagöngufjósin fram úr básafjósunum og þetta í rauninni gerist núna í framhaldinu. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart en þetta er að gerast nokkuð hratt og núna er það þannig að tæplega þrír fjórðu hlutar allra kúa á landinu eru í lausagöngufjósum en fyrir fjórum árum síðan var þetta hlutfall bara 60 prósent þannig að þetta gerist hratt.” Margrét segir engan vafa á því að kúnum líði mjög vel í lausagöngufjósum enda oftast rúmt á þeim og þær geta farið í mjaltaþjóninn allan sólarhringinn. “Þær allavega mjólka meira en það er margt sem spilar inn í varðandi líðanina, þeim getur liðið einstaklega vel í básafjósum líka. Lausagöngufjósin, sem eru með mjaltaþjónunum eru náttúrulega þess eðlis að starfsumhverfi bænda og kúnna er ólíkt. Þær fara þá bara sjálfar í mjaltaþjóninn og láta mjólka sig á þeirra tíma. Það eru ekki þessar morgun og kvöldmjaltir eins og við þekkjum”. Margrét Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.Landssamband kúabændaMargrét segir að kúabændum sé alltaf að fækka og fækka á Íslandi eins og í öðrum löndum í kringum okkur. “Já, kúabændum er að fækka. Ef við lítum til síðustu tveggja ára þá var fækkunin 5,4%. Núna eru fjósin sem eru í notkun 542 og fækkunin hér á Íslandi er keimlík því sem við erum að sjá annars staðar í Evrópu.” Í lokin má til gamans geta að kúabændur hafa nú efnt til skemmtilegs verkefnis á samfélagsmiðlum þar sem bændur eru að deilda myndum úr sveitinni hjá sér og af mjólk og mjólkurframleiðslu í tengslum við alþjóðlega mjólkurdaginn, sem verður 1. júní næstkomandi undir myllumerkinu drekkum mjólk. Landbúnaður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Í fyrsta skipti eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi en mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forystuna. Ekkert annað land í heiminum hafi jafn hátt hlutfall mjaltaþjónafjósa af heildarfjölda fjósa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þróun fjósgerða og mjaltatækni sem Landssamband kúabænda gaf út í vikunni. Allt frá árinu 2003 hefur Landssamband kúabænda staðið fyrir því að taka saman upplýsingar um fjósgerðir á Íslandi og þróun þeirra ásamt ýmsum öðrum gagnlegum upplýsingum. Þetta hefur verið gert u.þ.b. annað hvert ár og nú liggur fyrir níunda skýrslan og tekur hún til árabilsins 2017-2019. Upplýsingar þar eru athyglisverðar en helstu tíðindin eru þau að í fyrsta skipti þá eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi því mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forustuna í þessum efnum. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. „Við sáum það fyrir tveimur árum að þá tóku lausagöngufjósin fram úr básafjósunum og þetta í rauninni gerist núna í framhaldinu. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart en þetta er að gerast nokkuð hratt og núna er það þannig að tæplega þrír fjórðu hlutar allra kúa á landinu eru í lausagöngufjósum en fyrir fjórum árum síðan var þetta hlutfall bara 60 prósent þannig að þetta gerist hratt.” Margrét segir engan vafa á því að kúnum líði mjög vel í lausagöngufjósum enda oftast rúmt á þeim og þær geta farið í mjaltaþjóninn allan sólarhringinn. “Þær allavega mjólka meira en það er margt sem spilar inn í varðandi líðanina, þeim getur liðið einstaklega vel í básafjósum líka. Lausagöngufjósin, sem eru með mjaltaþjónunum eru náttúrulega þess eðlis að starfsumhverfi bænda og kúnna er ólíkt. Þær fara þá bara sjálfar í mjaltaþjóninn og láta mjólka sig á þeirra tíma. Það eru ekki þessar morgun og kvöldmjaltir eins og við þekkjum”. Margrét Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.Landssamband kúabændaMargrét segir að kúabændum sé alltaf að fækka og fækka á Íslandi eins og í öðrum löndum í kringum okkur. “Já, kúabændum er að fækka. Ef við lítum til síðustu tveggja ára þá var fækkunin 5,4%. Núna eru fjósin sem eru í notkun 542 og fækkunin hér á Íslandi er keimlík því sem við erum að sjá annars staðar í Evrópu.” Í lokin má til gamans geta að kúabændur hafa nú efnt til skemmtilegs verkefnis á samfélagsmiðlum þar sem bændur eru að deilda myndum úr sveitinni hjá sér og af mjólk og mjólkurframleiðslu í tengslum við alþjóðlega mjólkurdaginn, sem verður 1. júní næstkomandi undir myllumerkinu drekkum mjólk.
Landbúnaður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira