Innlent

Þaulskipulagður rækjuþjófnaður á Hvammstanga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Hvammstanga.
Frá Hvammstanga. vísir/getty

Þjófar höfðu tvö tonn af frosnum rækjum á brott með sér úr rækjuvinnslunni Meleyri á Hvammstanga um helgina. Þjófnaðurinn uppgötvaðist á laugardagsmorgunn, er talinn þaulskipulagður og lögreglan segist hafa til rannsóknar.

Að sögn Baldvins Þórs Bergþórssonar, verkefnastjóra rækjuvinnslunnar, er áætlað verðmæti varningsins á bilinu fimm til sex milljónir króna. Í samtali við Morgunblaðið segist hann þó ekki geta ímyndað sér hvernig þjófarnir ætla sér að koma stolnu rækjunum í verð. „Þetta var allt í frosti þannig að það er einhver á bak við þetta sem er með góða geymslu,“ segir Baldvin Þór.

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir í samtali við blaðið að ljóst sé að þjófarnir hafi kunnað vel til verka. Þó erfitt sé að fullyrða það telur Stefán ólíklegt að þjófarnir hafi ætlað sér rækjurnar til einkanota.

„Þú setur ekki tvö tonn af rækju í fjölskyldubílinn og keyrir í burtu. Þú þarft einhver flutningstæki, geymslustað og einhvern kaupanda,“ segir Stefán. Sem fyrr segir kannar lögreglan nú málið og hefur hún þegar farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×