Tólf ára stelpa keypti sundlaug fyrir afmælispeninginn sinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. apríl 2020 19:00 Sundlaugin er 4 þúsund lítra og tekur dágóðan tíma að láta renna í hana en foreldrar Hrafnhildar Lóu sjá um það og borga reikninginn fyrir allt heita vatnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hrafnhildur Lóa Kvaran, tólf ára stelpa í Árbænum, sem elskar það að fara í sund dó ekki ráðalaus þegar bannað er að fara í sund því hún keypti sér sjálf sundlaug fyrir afmælispeningana sína og syndir í lauginni alla daga út í garði heima hjá sér. Á tímum samkomubanns og þegar öll íþróttamannvirki eru lokuð reyna allir að bjarga sér með mismunandi útfærsla á hreyfingu. Hrafnhildur Lóa Kvaran, sem býr í Árbænum í Reykjavík með fjölskyldu sinni æfir sund með sunddeild Ármanns fimm til sex sinnum í viku. Hún var orðin ómöguleg að komast ekki í sund en hún fann lausnina. „Já, ég hugsaði bara að ég ætti nóg af afmælispeningum eftir og hringdi í frænku mína og við fórum saman í Costco og keyptum sundlaug. Þar æfi ég sundtökin, ég get ekki æft fótatökin vegna plássleysis en skriðsundstökin og bringustundatökin,“ segir Hrafnhildur Lóa. Hrafnhildur Lóa er alsæl að geta æft sundtökin heima í garði hjá sér í Árbænum á hverjum degi á meðan samkomubannið stendur yfir og íþróttamannvirki eru lokuð vegna kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hrafnhildur Lóa unnið til fjölmargra verðlauna í sundi enda á sundið hug hennar allan. Hrafnhildur setur teygju utan um fæturna, sem er bundin með bandi í tré þegar hún æfir sundtökin í lauginni. En hvað finnst henni skemmtilegast við sundið? „Það eru margar tegundir af sundi þannig að maður fær ekki leið á að synda bara eitt sund heldur getur maður alltaf skipt um sund. Ég er mjög spennt að geta mætt aftur í sund og ná þá almennilegum og löngum æfingum,“ segir Hrafnhildur Lóa brosandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Hrafnhildur Lóa Kvaran, tólf ára stelpa í Árbænum, sem elskar það að fara í sund dó ekki ráðalaus þegar bannað er að fara í sund því hún keypti sér sjálf sundlaug fyrir afmælispeningana sína og syndir í lauginni alla daga út í garði heima hjá sér. Á tímum samkomubanns og þegar öll íþróttamannvirki eru lokuð reyna allir að bjarga sér með mismunandi útfærsla á hreyfingu. Hrafnhildur Lóa Kvaran, sem býr í Árbænum í Reykjavík með fjölskyldu sinni æfir sund með sunddeild Ármanns fimm til sex sinnum í viku. Hún var orðin ómöguleg að komast ekki í sund en hún fann lausnina. „Já, ég hugsaði bara að ég ætti nóg af afmælispeningum eftir og hringdi í frænku mína og við fórum saman í Costco og keyptum sundlaug. Þar æfi ég sundtökin, ég get ekki æft fótatökin vegna plássleysis en skriðsundstökin og bringustundatökin,“ segir Hrafnhildur Lóa. Hrafnhildur Lóa er alsæl að geta æft sundtökin heima í garði hjá sér í Árbænum á hverjum degi á meðan samkomubannið stendur yfir og íþróttamannvirki eru lokuð vegna kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hrafnhildur Lóa unnið til fjölmargra verðlauna í sundi enda á sundið hug hennar allan. Hrafnhildur setur teygju utan um fæturna, sem er bundin með bandi í tré þegar hún æfir sundtökin í lauginni. En hvað finnst henni skemmtilegast við sundið? „Það eru margar tegundir af sundi þannig að maður fær ekki leið á að synda bara eitt sund heldur getur maður alltaf skipt um sund. Ég er mjög spennt að geta mætt aftur í sund og ná þá almennilegum og löngum æfingum,“ segir Hrafnhildur Lóa brosandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira