Mikilvægast að halda skólastarfi gangandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 14:27 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að halda skólum gangandi og að menntun barna verði tryggð eins og frekast er unnt. Það sé þeirra réttur. Vísir/Vilhelm Hátt í 47.000 grunnskólabörn hófu nýtt skólaár í morgun en við óvenjulegar aðstæður. Skólasetningin í ár litast mjög af faraldrinum sem geisar og áskorunum tengdar honum. Starfsfólk tveggja borgarrekinna grunnskóla og eins sjálfstæðs rekins grunnskóla þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Foreldrar máttu ekki fylgja börnum sínum á skólasetningu í morgun til að lágmarka smithættu. Skólasetningu hefur verið frestað um hátt í tvær vikur í Álftamýrarskóla og Hvassaleytisskóla í Reykjavík vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni. Í Álftamýrarskóla verður skólasetningu frestað til 7. september en 3. september í Hvassaleytisskóla. Hið sama er uppi á teningnum hjá barnaskóla Hjallastefnunnar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir starfsfólk í óða önn að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við börn í umræddum skólum. Til athugunar sé að lengja frístund fyrir börn í fyrsta bekk og fyrir þau börn sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Þá eru leikjanámskeið og ýmis önnur úrræði til skoðunar. Helgi segir niðurstaða muni liggja fyrir í lok dags og upplýsingar sendar foreldrum eins fljótt og hægt er. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að halda skólum gangandi og að menntun barna verði tryggð eins og frekast er unnt. Það sé þeirra réttur. „Það er auðvitað þannig að fyrsti skóladagur vetrarins markar nýtt upphaf í huga barna en það er alveg ljóst að í þetta sinn verður upphafið aðeins öðruvísi. Mér finnst þetta líka vera tákn um viljaþrek og samhug þeirra sem bera ábyrgð á leik-og grunnskólastarfi. Það er mikill hugur í skólafólki að halda skólastarfi eins vel gangandi út þennan vetur eins og okkur er frekast unnt. Fyrir helgi skrifuðu fulltrúar lykilaðila í menntakerfinu undir sameiginlega yfirlýsingu um að standa vörð um skólastarf á tímum kórónuveirunnar. „Nú í dag eru um 47 þúsund grunnskólabörn að byrja sitt nám aftur, nýtt skólaár. Það er mjög ánægjulegt að sjá það gerast af því ef við berum okkur saman til að mynda við Bandaríkin, að það eru mikið af börnum sem hafa ekki mætt í skólann sinn síðan í febrúar. Þó það séu áskoranir framundan þá er íslenskt samfélag það sterkt að við munum ná utan um þetta.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Starfsmaður Hins hússins sem greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag smitaðist á Hótel Rangá í liðinni viku. Starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla smitaðist einnig á Hótel Rangá. Starfsemi skólanna og Hins hússins hefur raskast töluvert vegna smitanna. 24. ágúst 2020 12:00 Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Hátt í 47.000 grunnskólabörn hófu nýtt skólaár í morgun en við óvenjulegar aðstæður. Skólasetningin í ár litast mjög af faraldrinum sem geisar og áskorunum tengdar honum. Starfsfólk tveggja borgarrekinna grunnskóla og eins sjálfstæðs rekins grunnskóla þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Foreldrar máttu ekki fylgja börnum sínum á skólasetningu í morgun til að lágmarka smithættu. Skólasetningu hefur verið frestað um hátt í tvær vikur í Álftamýrarskóla og Hvassaleytisskóla í Reykjavík vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni. Í Álftamýrarskóla verður skólasetningu frestað til 7. september en 3. september í Hvassaleytisskóla. Hið sama er uppi á teningnum hjá barnaskóla Hjallastefnunnar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir starfsfólk í óða önn að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við börn í umræddum skólum. Til athugunar sé að lengja frístund fyrir börn í fyrsta bekk og fyrir þau börn sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Þá eru leikjanámskeið og ýmis önnur úrræði til skoðunar. Helgi segir niðurstaða muni liggja fyrir í lok dags og upplýsingar sendar foreldrum eins fljótt og hægt er. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að halda skólum gangandi og að menntun barna verði tryggð eins og frekast er unnt. Það sé þeirra réttur. „Það er auðvitað þannig að fyrsti skóladagur vetrarins markar nýtt upphaf í huga barna en það er alveg ljóst að í þetta sinn verður upphafið aðeins öðruvísi. Mér finnst þetta líka vera tákn um viljaþrek og samhug þeirra sem bera ábyrgð á leik-og grunnskólastarfi. Það er mikill hugur í skólafólki að halda skólastarfi eins vel gangandi út þennan vetur eins og okkur er frekast unnt. Fyrir helgi skrifuðu fulltrúar lykilaðila í menntakerfinu undir sameiginlega yfirlýsingu um að standa vörð um skólastarf á tímum kórónuveirunnar. „Nú í dag eru um 47 þúsund grunnskólabörn að byrja sitt nám aftur, nýtt skólaár. Það er mjög ánægjulegt að sjá það gerast af því ef við berum okkur saman til að mynda við Bandaríkin, að það eru mikið af börnum sem hafa ekki mætt í skólann sinn síðan í febrúar. Þó það séu áskoranir framundan þá er íslenskt samfélag það sterkt að við munum ná utan um þetta.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Starfsmaður Hins hússins sem greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag smitaðist á Hótel Rangá í liðinni viku. Starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla smitaðist einnig á Hótel Rangá. Starfsemi skólanna og Hins hússins hefur raskast töluvert vegna smitanna. 24. ágúst 2020 12:00 Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Starfsmaður Hins hússins sem greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag smitaðist á Hótel Rangá í liðinni viku. Starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla smitaðist einnig á Hótel Rangá. Starfsemi skólanna og Hins hússins hefur raskast töluvert vegna smitanna. 24. ágúst 2020 12:00
Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16
Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43