Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2020 19:15 Mikil sorg ríkir í Hveragerði eftir að hjón úr bæjarfélaginu létust af völdum kórónuveirunnar, hún 71 árs og hann 75 ára. Þau höfðu búið í bæjarfélaginu í hálfa öld. Hjónin hétu Reynir Mar Guðmundsson, fæddur 20. janúar 1945 og Jóninna Margrét Pétursdóttir fædd 4. júní 1948. Þau höfðu búið í Hveragerði í um 50 ár. Mikil sorg er í Hveragerði vegna andláts Reynis og Ninnu eins og hún var alltaf kölluð. Reynir vann lengi vel fyrir Kristján Jónsson, rútubílstjóra í Hveragerði. Hann vann einnig í mörg ár í Kjörís í bílaviðgerðum, ásamt því að vinna hjá Frumherja á Selfossi í nokkur ár. Reynir var mjög aktífur og alltaf að gera við bíla og keyra vörubíla alveg fram á síðasta dag. Ninna var í vinnu hjá Kjörís fyrstu árin, síðan hjá Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði við ýmis störf eða alveg þar til hún lét af störfum vegna aldurs. „Það ríkir auðvitað mikil sorg en jafnframt samhugur. Hugur okkar allra og samúð er hjá ættingjum þeirra hjóna, sem hafa núna misst svo mikið. Ég átti ekki von á að svona gæti gerst og þetta er reiðarslag“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hún segir mikinn samhug í bænum. „Já, Hveragerði er lítið bæjarfélag og við þekkjumst flest. Okkur þykir vænt um hvort annað og við reynum að halda utan um fólk þegar svona gerist og það er áþreifanlegt núna hvernig bæjarbúar stand saman“. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, sem segir mikla sorg í bæjarfélaginu eftir andlát Reynis og Ninnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Aldís vill koma þessum skilaboðum á framfæri til bæjarbúa. „Ég held að það sé mikilvægt að við hugsum hlýlega til þeirra sem eiga núna um sárt að binda en hugsum jafnframt um þá sem næstir okkar eru og fylgjumst með nágrönnum og vinum og förum eftir reglunum, hlýðum Víði“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Mikil sorg ríkir í Hveragerði eftir að hjón úr bæjarfélaginu létust af völdum kórónuveirunnar, hún 71 árs og hann 75 ára. Þau höfðu búið í bæjarfélaginu í hálfa öld. Hjónin hétu Reynir Mar Guðmundsson, fæddur 20. janúar 1945 og Jóninna Margrét Pétursdóttir fædd 4. júní 1948. Þau höfðu búið í Hveragerði í um 50 ár. Mikil sorg er í Hveragerði vegna andláts Reynis og Ninnu eins og hún var alltaf kölluð. Reynir vann lengi vel fyrir Kristján Jónsson, rútubílstjóra í Hveragerði. Hann vann einnig í mörg ár í Kjörís í bílaviðgerðum, ásamt því að vinna hjá Frumherja á Selfossi í nokkur ár. Reynir var mjög aktífur og alltaf að gera við bíla og keyra vörubíla alveg fram á síðasta dag. Ninna var í vinnu hjá Kjörís fyrstu árin, síðan hjá Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði við ýmis störf eða alveg þar til hún lét af störfum vegna aldurs. „Það ríkir auðvitað mikil sorg en jafnframt samhugur. Hugur okkar allra og samúð er hjá ættingjum þeirra hjóna, sem hafa núna misst svo mikið. Ég átti ekki von á að svona gæti gerst og þetta er reiðarslag“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hún segir mikinn samhug í bænum. „Já, Hveragerði er lítið bæjarfélag og við þekkjumst flest. Okkur þykir vænt um hvort annað og við reynum að halda utan um fólk þegar svona gerist og það er áþreifanlegt núna hvernig bæjarbúar stand saman“. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, sem segir mikla sorg í bæjarfélaginu eftir andlát Reynis og Ninnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Aldís vill koma þessum skilaboðum á framfæri til bæjarbúa. „Ég held að það sé mikilvægt að við hugsum hlýlega til þeirra sem eiga núna um sárt að binda en hugsum jafnframt um þá sem næstir okkar eru og fylgjumst með nágrönnum og vinum og förum eftir reglunum, hlýðum Víði“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira