Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2020 19:15 Mikil sorg ríkir í Hveragerði eftir að hjón úr bæjarfélaginu létust af völdum kórónuveirunnar, hún 71 árs og hann 75 ára. Þau höfðu búið í bæjarfélaginu í hálfa öld. Hjónin hétu Reynir Mar Guðmundsson, fæddur 20. janúar 1945 og Jóninna Margrét Pétursdóttir fædd 4. júní 1948. Þau höfðu búið í Hveragerði í um 50 ár. Mikil sorg er í Hveragerði vegna andláts Reynis og Ninnu eins og hún var alltaf kölluð. Reynir vann lengi vel fyrir Kristján Jónsson, rútubílstjóra í Hveragerði. Hann vann einnig í mörg ár í Kjörís í bílaviðgerðum, ásamt því að vinna hjá Frumherja á Selfossi í nokkur ár. Reynir var mjög aktífur og alltaf að gera við bíla og keyra vörubíla alveg fram á síðasta dag. Ninna var í vinnu hjá Kjörís fyrstu árin, síðan hjá Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði við ýmis störf eða alveg þar til hún lét af störfum vegna aldurs. „Það ríkir auðvitað mikil sorg en jafnframt samhugur. Hugur okkar allra og samúð er hjá ættingjum þeirra hjóna, sem hafa núna misst svo mikið. Ég átti ekki von á að svona gæti gerst og þetta er reiðarslag“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hún segir mikinn samhug í bænum. „Já, Hveragerði er lítið bæjarfélag og við þekkjumst flest. Okkur þykir vænt um hvort annað og við reynum að halda utan um fólk þegar svona gerist og það er áþreifanlegt núna hvernig bæjarbúar stand saman“. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, sem segir mikla sorg í bæjarfélaginu eftir andlát Reynis og Ninnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Aldís vill koma þessum skilaboðum á framfæri til bæjarbúa. „Ég held að það sé mikilvægt að við hugsum hlýlega til þeirra sem eiga núna um sárt að binda en hugsum jafnframt um þá sem næstir okkar eru og fylgjumst með nágrönnum og vinum og förum eftir reglunum, hlýðum Víði“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Mikil sorg ríkir í Hveragerði eftir að hjón úr bæjarfélaginu létust af völdum kórónuveirunnar, hún 71 árs og hann 75 ára. Þau höfðu búið í bæjarfélaginu í hálfa öld. Hjónin hétu Reynir Mar Guðmundsson, fæddur 20. janúar 1945 og Jóninna Margrét Pétursdóttir fædd 4. júní 1948. Þau höfðu búið í Hveragerði í um 50 ár. Mikil sorg er í Hveragerði vegna andláts Reynis og Ninnu eins og hún var alltaf kölluð. Reynir vann lengi vel fyrir Kristján Jónsson, rútubílstjóra í Hveragerði. Hann vann einnig í mörg ár í Kjörís í bílaviðgerðum, ásamt því að vinna hjá Frumherja á Selfossi í nokkur ár. Reynir var mjög aktífur og alltaf að gera við bíla og keyra vörubíla alveg fram á síðasta dag. Ninna var í vinnu hjá Kjörís fyrstu árin, síðan hjá Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði við ýmis störf eða alveg þar til hún lét af störfum vegna aldurs. „Það ríkir auðvitað mikil sorg en jafnframt samhugur. Hugur okkar allra og samúð er hjá ættingjum þeirra hjóna, sem hafa núna misst svo mikið. Ég átti ekki von á að svona gæti gerst og þetta er reiðarslag“, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hún segir mikinn samhug í bænum. „Já, Hveragerði er lítið bæjarfélag og við þekkjumst flest. Okkur þykir vænt um hvort annað og við reynum að halda utan um fólk þegar svona gerist og það er áþreifanlegt núna hvernig bæjarbúar stand saman“. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, sem segir mikla sorg í bæjarfélaginu eftir andlát Reynis og Ninnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Aldís vill koma þessum skilaboðum á framfæri til bæjarbúa. „Ég held að það sé mikilvægt að við hugsum hlýlega til þeirra sem eiga núna um sárt að binda en hugsum jafnframt um þá sem næstir okkar eru og fylgjumst með nágrönnum og vinum og förum eftir reglunum, hlýðum Víði“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira