Innlent

Ellefu ára vinkonur í símasambandi á hestbaki

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar

Ellefu ára vinkonur í Biskupstungum deyja ekki ráðalausar á tímum kórónaveirunnar þegar þær eru ekki að hittast og leika saman því þær fara í staðinn á hestbak og eru í símasambandi við hvor aðra þegar daglegur útreiðartúr er tekin. Sjö kílómetrar er á milli þeirra.
 
„Hæ, hæ, viltu koma í reiðtúr?“ „Já, ókey, þá heyrumst við bara“.
 
Svona byrjar það þegar vinkonurnar Metta og Hildur fara í reiðtúr saman. Metta býr í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð og Hildur í sömu sveit, á bænum Brekku. Sjö kílómetrar er á milli þeirra. Þær eru miklar hestastelpur og hafa alltaf riðið mikið út saman en nú eru þær ekki að hittast vegna Covid-19 og taka því símatæknina í sínar hendur. Metta er á Ísaþór, 16 vetra.
 
En hvað eru þær að tala um?
„Bara það sem okkur dettur í hug“, segir Metta.
 
Hildur, sem býr á Brekku ríður út á Sóley, 14 vetra sem er hennar hestur.
 
„Hæ, hæ, ég er að fara að leggja af stað. Ég heyri bara í þér á eftir“, segir Hildur þegar hún hringir í Mette.
 
 

Metta, sem býr í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð og er líka ellefu ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Hildur og Sóley hita sig upp í reiðhöllinni, sem er verið að byggja heima hjá henni og svo fara þær út í snjóinn og veturinn og þá byrja þær Metta spjalla saman á baki.
 
Báðar hafa þær áhyggjur af því hvort landsmót hestamanna verður haldið á Hellu í sumar eða ekki vegna Covid-19.
 
„Já, við vorum mjög spenntar fyrir því en erum dálítið hræddar um að því verði frestað, en vonum bara það besta“, segir Hildur.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.