Sprenging í Heiðmörk: „Vinstri handleggurinn hafði sprungið og horfið fyrir ofan olnboga“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. ágúst 2020 11:02 Lögreglan mun ræða við manninn sem slasaðist alvarlega þegar hann hefur jafnað sig. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem slasaðist alvarlega eftir að þriggja tommu tívolíbomba sprakk í Heiðmörk í gær virðist hafa borið eld að henni. Þetta segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn slasaðist alvarlega á handlegg en með honum í för var eiginkona hans sem fór úr peysu sinni og batt utan um handlegginn og náði þannig að hægja á blæðingunni. Lögreglan fékk tilkynningu klukkan 18:50 í gærkvöldi um alvarlegan atburð í Heiðmörk. Samkvæmt vitnisburði fólks á staðnum hafði maður á sextugsaldri gengið fram á þriggja tommu tívolíbombu sem hafði sprungið eftir að hann handlék hana. „Það voru þarna hjón á rölti í Heiðmörk og ganga fram á þetta. Þetta var meðfram göngustíg og maðurinn fer eitthvað að skoða þetta. Hann virðist hafa borið eld að þessari tívolíbombu með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. „Vinstri handleggurinn hafði sprungið og horfið fyrir ofan olnboga.“ Á þar Skúli við að handleggurinn frá fingrum og upp fyrir olnboga hafi sprungið af. Eiginkona mannsins brást skjótt við. Hún klæddi sig úr peysunni, vafði henni þétt utan um sárið og náði þannig að hægja á blæðingunni áður en sjúkraflutningamenn komu á vettvang. „Maðurinn var með fullri meðvitund og fluttur upp á spítala og í aðgerð þar.“ Í tilkynningu frá lögreglu sagði um erlenda einstaklinga hefði verið að ræða og tungumálaörðugleikar hefðu flækt samskipti en vitni hefðu lýst því að sprengjan hafi fundist á svæðinu. Skúli bendir á að fundur á þriggja tommu tívolíbombu veki furðu. „Ef ég man rétt hefur almenn sala á þriggja tommu tívolíbombum ekki verið leyfð í fjölda ára. Við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Þar að auki hefur verið mikil bleyta á suðvesturhorninu. Reyndar ekki síðustu viku en nokkrar vikur þar á undan. Þess vegna er erfitt að vita hversu lengi þetta hefur verið þarna. Það er ábyrgðarhluti að skilja þetta svona eftir,“ segir Skúli og tekur fram að svona öflugar tívolíbombur séu helst aðeins í höndum sérfræðinga þegar flugeldasýningar eiga sér stað. Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Maðurinn sem slasaðist alvarlega eftir að þriggja tommu tívolíbomba sprakk í Heiðmörk í gær virðist hafa borið eld að henni. Þetta segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn slasaðist alvarlega á handlegg en með honum í för var eiginkona hans sem fór úr peysu sinni og batt utan um handlegginn og náði þannig að hægja á blæðingunni. Lögreglan fékk tilkynningu klukkan 18:50 í gærkvöldi um alvarlegan atburð í Heiðmörk. Samkvæmt vitnisburði fólks á staðnum hafði maður á sextugsaldri gengið fram á þriggja tommu tívolíbombu sem hafði sprungið eftir að hann handlék hana. „Það voru þarna hjón á rölti í Heiðmörk og ganga fram á þetta. Þetta var meðfram göngustíg og maðurinn fer eitthvað að skoða þetta. Hann virðist hafa borið eld að þessari tívolíbombu með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. „Vinstri handleggurinn hafði sprungið og horfið fyrir ofan olnboga.“ Á þar Skúli við að handleggurinn frá fingrum og upp fyrir olnboga hafi sprungið af. Eiginkona mannsins brást skjótt við. Hún klæddi sig úr peysunni, vafði henni þétt utan um sárið og náði þannig að hægja á blæðingunni áður en sjúkraflutningamenn komu á vettvang. „Maðurinn var með fullri meðvitund og fluttur upp á spítala og í aðgerð þar.“ Í tilkynningu frá lögreglu sagði um erlenda einstaklinga hefði verið að ræða og tungumálaörðugleikar hefðu flækt samskipti en vitni hefðu lýst því að sprengjan hafi fundist á svæðinu. Skúli bendir á að fundur á þriggja tommu tívolíbombu veki furðu. „Ef ég man rétt hefur almenn sala á þriggja tommu tívolíbombum ekki verið leyfð í fjölda ára. Við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Þar að auki hefur verið mikil bleyta á suðvesturhorninu. Reyndar ekki síðustu viku en nokkrar vikur þar á undan. Þess vegna er erfitt að vita hversu lengi þetta hefur verið þarna. Það er ábyrgðarhluti að skilja þetta svona eftir,“ segir Skúli og tekur fram að svona öflugar tívolíbombur séu helst aðeins í höndum sérfræðinga þegar flugeldasýningar eiga sér stað.
Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira