Innlent

„Skjálftinn sá öflugasti hingað til“

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur Vísir/samsett mynd
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík segir skjálftann sem reið yfir nálægt bænum fyrir stundu hafa verið þann öflugasta sem hefur fundist á svæðinu frá því jarðskjálftavirkni tók að aukast á svæðinu.

Samkvæmt útreikningum Veðurstofunnar var skjálftinn af stærðinni 5,1. Þó nokkrir eftirskjálftar hafa mælst.

Fannar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið ásamt öðru fólki á sviðsstjórafundi þegar skjálftinn reið yfir. Höggið hafi verið mikið en ekkert hafi þó hrunið úr hillum. Hann segir fólk hafa verið sammála um að þetta hafi verið öflugasti jarðskjálftinn hingað til.

Jarðskjálftinn fannst einnig vel á höfuðborgarsvæðinu og hefur fréttastofa fengið margar tilkynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×