Lærir leiklist í gegnum fjarskiptabúnað vegna veirunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2020 17:00 Melkorka ákvað að fara heim til Íslands þegar Trump tók ákvörðun um farbann. Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um farbann til Bandaríkjanna í gær ákvað Melkorka Davíðsdóttir Pitt, sem stundar leiklistarnám í New York University, að fara heim til Íslands. Síðustu vikuna hefur mikil óvissa verið uppi um námið og stöðu hennar í borginni en hún segir að það sé gott að vera búin að taka ákvörðun um málið og flýgur heim í kvöld. „Það var tekin ákvörðun af skólanum að hafa alla kennslu í gegnum fjarskiptabúnað fram að vorfríi og líka í nokkrar vikur eftir vorfrí. Það er ekki vitað hvort það verði út önnina jafnvel. Það er í skoðun, “ segir Melkorka. Sú ákvörðun hafi auðveldað hennar ákvörðun að drífa sig heim, henni finnist öruggara að vera á Íslandi og treysta á heilbrigðiskerfið hér en úti. Þá geti hún eytt tímanum með fjölskyldunni sem er einmitt að ljúka tveggja vikna sóttkví eftir Ítalíuferð.Hreyfitímar á netinu Melkorka segir leiklistarkennslu í gegnum fjarskiptabúnað vissulega óvenjulega. Hún hafi farið í tvo akademíska tíma í gegnum kerfið sem hafi gengið mjög vel en hún muni einnig fara í raddþjálfun, hreyfitíma og leiklistarþjálfun. Samskiptakerfið sem er notað heitir Zoom. „Við höfum hlegið að því hvernig þetta verði. Leiklist er unnin út frá snertingu og samskiptum, að vinna í pörum og svo framvegis. Þannig að þetta verður áhugavert. Sumir kennararnir verða líka með börn heima í stofu að kenna okkur og svona. En kerfið virkar þannig að það er hægt að rétta upp hönd, láta vita ef maður fer á klósettið og sá sem er að tala er alltaf með stærsta plássið á skjánum. En þetta er í fyrsta skipti sem skólinn kennir leiklist í gegnum fjarskiptabúnað. Deildarstjórinn er jákvæður og segir að mögulega komi bara eitthvað frábært og nýtt út úr þessu.“ Melkorka segir marga nemendur hafa ákveðið að fara heim til sín við þessa ákvörðun um fjarkennslu, bæði bandarískir nemendur og alþjóðlegir. Hún geri ekki endilega ráð fyrir að snúa aftur til Bandaríkjanna á þessari önn en það verði hreinlega að koma í ljós. Starfsfólk skólans geri allt til að liðka fyrir og aðstoða nemendur svo hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að komast ekki aftur inn í landið vegna farbannsins. Hún segir mikla óvissu fylgja þessu ástandi – í borginni allri. „Maður finnur aðeins fyrir áhrifunum. Það er minna af fólki úti á götu, rólegra yfir öllu og á sunnudaginn fór ég í Whole Food sem er yfirleitt full af fólki og vörum en núna eru tómar hillur. Það er greinilegt að fólk er að undirbúa að leggjast í dvala.“ Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um farbann til Bandaríkjanna í gær ákvað Melkorka Davíðsdóttir Pitt, sem stundar leiklistarnám í New York University, að fara heim til Íslands. Síðustu vikuna hefur mikil óvissa verið uppi um námið og stöðu hennar í borginni en hún segir að það sé gott að vera búin að taka ákvörðun um málið og flýgur heim í kvöld. „Það var tekin ákvörðun af skólanum að hafa alla kennslu í gegnum fjarskiptabúnað fram að vorfríi og líka í nokkrar vikur eftir vorfrí. Það er ekki vitað hvort það verði út önnina jafnvel. Það er í skoðun, “ segir Melkorka. Sú ákvörðun hafi auðveldað hennar ákvörðun að drífa sig heim, henni finnist öruggara að vera á Íslandi og treysta á heilbrigðiskerfið hér en úti. Þá geti hún eytt tímanum með fjölskyldunni sem er einmitt að ljúka tveggja vikna sóttkví eftir Ítalíuferð.Hreyfitímar á netinu Melkorka segir leiklistarkennslu í gegnum fjarskiptabúnað vissulega óvenjulega. Hún hafi farið í tvo akademíska tíma í gegnum kerfið sem hafi gengið mjög vel en hún muni einnig fara í raddþjálfun, hreyfitíma og leiklistarþjálfun. Samskiptakerfið sem er notað heitir Zoom. „Við höfum hlegið að því hvernig þetta verði. Leiklist er unnin út frá snertingu og samskiptum, að vinna í pörum og svo framvegis. Þannig að þetta verður áhugavert. Sumir kennararnir verða líka með börn heima í stofu að kenna okkur og svona. En kerfið virkar þannig að það er hægt að rétta upp hönd, láta vita ef maður fer á klósettið og sá sem er að tala er alltaf með stærsta plássið á skjánum. En þetta er í fyrsta skipti sem skólinn kennir leiklist í gegnum fjarskiptabúnað. Deildarstjórinn er jákvæður og segir að mögulega komi bara eitthvað frábært og nýtt út úr þessu.“ Melkorka segir marga nemendur hafa ákveðið að fara heim til sín við þessa ákvörðun um fjarkennslu, bæði bandarískir nemendur og alþjóðlegir. Hún geri ekki endilega ráð fyrir að snúa aftur til Bandaríkjanna á þessari önn en það verði hreinlega að koma í ljós. Starfsfólk skólans geri allt til að liðka fyrir og aðstoða nemendur svo hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að komast ekki aftur inn í landið vegna farbannsins. Hún segir mikla óvissu fylgja þessu ástandi – í borginni allri. „Maður finnur aðeins fyrir áhrifunum. Það er minna af fólki úti á götu, rólegra yfir öllu og á sunnudaginn fór ég í Whole Food sem er yfirleitt full af fólki og vörum en núna eru tómar hillur. Það er greinilegt að fólk er að undirbúa að leggjast í dvala.“
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00