Sigríður Björk skipuð ríkislögreglustjóri Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2020 16:01 Sigríður var meðal þriggja umsækjenda sem voru metnir hæfir. Stjórnarráðið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur í embætti ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins. Sigríður verður skipuð í embættið frá og með 16. mars næstkomandi. Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður væri hæfust umsækjenda. Nefndin mat alls fjóra af sjö umsækjendum hæfa til þess að gegna embættinu. Hin þrjú voru Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Páll Winkel fangelsismálastjóri og Logi Kjartansson lögfræðingur.Sjá einnig: Sigríður Björk þykir hæfustFram kemur á vef stjórnarráðsins að Sigríður hafi frá árinu 2014 gegnt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Áður en Sigríður tók við því embætti gegndi hún embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum og þar áður var hún aðstoðarríkislögreglustjóri frá 2007 til 2008. Einnig gegndi hún stöðu sýslumanns á Ísafirði á árunum 2002 til 2006 og skattstjóra Vestfjarða frá 1996 til 2002. Aðrir umsækjendur sem hlutu ekki náð fyrir augum hæfisnefndarinnar voru Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol, Kristín Jóhannesdóttir lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður.Sjá einnig: Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóriUpphaflega átti að skipa í embætti ríkislögreglustjóra þann 1. mars síðastliðinn en því var frestað til 15. mars þar sem hæfisnefnd hafði ekki lokið vinnu sinni. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum í desember síðastliðnum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, var í kjölfarið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með síðustu áramótum.Fréttin hefur verið uppfærð. Logi Kjartansson var einnig metinn hæfur til að gegna starfinu og var tekinn í viðtal. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. 18. febrúar 2020 17:45 Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. 13. janúar 2020 13:57 Sigríður Björk þykir hæfust Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti ríkislögreglustjóra séu taldir hæfir til þess að gegna embættinu. 10. mars 2020 07:47 Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu. 28. febrúar 2020 08:32 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur í embætti ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins. Sigríður verður skipuð í embættið frá og með 16. mars næstkomandi. Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður væri hæfust umsækjenda. Nefndin mat alls fjóra af sjö umsækjendum hæfa til þess að gegna embættinu. Hin þrjú voru Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Páll Winkel fangelsismálastjóri og Logi Kjartansson lögfræðingur.Sjá einnig: Sigríður Björk þykir hæfustFram kemur á vef stjórnarráðsins að Sigríður hafi frá árinu 2014 gegnt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Áður en Sigríður tók við því embætti gegndi hún embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum og þar áður var hún aðstoðarríkislögreglustjóri frá 2007 til 2008. Einnig gegndi hún stöðu sýslumanns á Ísafirði á árunum 2002 til 2006 og skattstjóra Vestfjarða frá 1996 til 2002. Aðrir umsækjendur sem hlutu ekki náð fyrir augum hæfisnefndarinnar voru Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol, Kristín Jóhannesdóttir lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður.Sjá einnig: Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóriUpphaflega átti að skipa í embætti ríkislögreglustjóra þann 1. mars síðastliðinn en því var frestað til 15. mars þar sem hæfisnefnd hafði ekki lokið vinnu sinni. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum í desember síðastliðnum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, var í kjölfarið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með síðustu áramótum.Fréttin hefur verið uppfærð. Logi Kjartansson var einnig metinn hæfur til að gegna starfinu og var tekinn í viðtal.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. 18. febrúar 2020 17:45 Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. 13. janúar 2020 13:57 Sigríður Björk þykir hæfust Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti ríkislögreglustjóra séu taldir hæfir til þess að gegna embættinu. 10. mars 2020 07:47 Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu. 28. febrúar 2020 08:32 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. 18. febrúar 2020 17:45
Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. 13. janúar 2020 13:57
Sigríður Björk þykir hæfust Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti ríkislögreglustjóra séu taldir hæfir til þess að gegna embættinu. 10. mars 2020 07:47
Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu. 28. febrúar 2020 08:32