Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. febrúar 2020 17:45 Stefnt er að því að setja í embætti ríkislögreglustjóra fljótlega. Vísir/Vilhelm Hæfisnefnd fer nú yfir umsækjendur í embætti ríkislögreglustjóra en stefnt hefur verið að því að setja í stöðuna 1. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur aflað eru líkur á að það gæti frestast og gæti orðið allt að tveimur vikum seinna. Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Það er lögreglustjóra á Austurlandi, embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum og í embætti ríkislögreglustjóra. Sú ráðning er samkvæmt upplýsingum í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. Sjö sóttu um stöðu ríkislögreglustjóra eftir að Haraldur Johannessen lét af embætti um áramótin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Kristín Jóhannesdóttir, lögfræðingur, Logi Kjartansson, lögfræðingur og Arnar Ágústsson, öryggisvörður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri á fyrsta fundi rögregluráðs.Vísir/Jóhann K. Hæfisnefnd skilar lista á næstu dögum Hæfisnefnd hefur ekki skilað meðmælalista til dómsmálaráðherra en samkvæmt upplýsingum fréttastofu gæti það gerst fljótlega. Dómsmálaráðherra mun svo taka viðtöl við umsækjendur. Frá því Haraldur Johannessen, lét af embætti hefur Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, gengt stöðu ríkislögreglustjóra tímabundið og átti að vera til 1. mars næstkomandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, skipaði hæfisnefnd um skipan nýs ríkislögreglustjóra. Í nefndinni eiga sæti Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskóla í Reykjavík, Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, og er hann formaður nefndarinnar. Andri sagði í samtali við fréttastofu á ráðningarferlið enn í vinnslu og vísaði að öðru leiti til dómsmálaráðuneytisins um frekari upplýsingar. Á sama tíma og staða ríkislögreglustóra var auglýst var jafnframt auglýst eftir lögreglustjóra á Austurland en Inger Linda Jónsdóttir, lætur af embætti um næstu mánaðamót sökum aldurs. Hún hefur verið lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2014. Þá var líka auglýst eftir sýslumanni í Vestmannaeyjum. Fimm konur sóttu um stöðuna. Sæunn Magnúsdóttir, staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Aníta Óðinsdóttir, lögmaður. Arndís Soffía Sigurðardóttir, staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi. Guðbjörg Anna Bergsdóttir, lögmaður og Ragnheiður Jónsdóttir, lögmaður. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. 2. janúar 2020 18:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Hæfisnefnd fer nú yfir umsækjendur í embætti ríkislögreglustjóra en stefnt hefur verið að því að setja í stöðuna 1. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur aflað eru líkur á að það gæti frestast og gæti orðið allt að tveimur vikum seinna. Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Það er lögreglustjóra á Austurlandi, embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum og í embætti ríkislögreglustjóra. Sú ráðning er samkvæmt upplýsingum í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. Sjö sóttu um stöðu ríkislögreglustjóra eftir að Haraldur Johannessen lét af embætti um áramótin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Kristín Jóhannesdóttir, lögfræðingur, Logi Kjartansson, lögfræðingur og Arnar Ágústsson, öryggisvörður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri á fyrsta fundi rögregluráðs.Vísir/Jóhann K. Hæfisnefnd skilar lista á næstu dögum Hæfisnefnd hefur ekki skilað meðmælalista til dómsmálaráðherra en samkvæmt upplýsingum fréttastofu gæti það gerst fljótlega. Dómsmálaráðherra mun svo taka viðtöl við umsækjendur. Frá því Haraldur Johannessen, lét af embætti hefur Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, gengt stöðu ríkislögreglustjóra tímabundið og átti að vera til 1. mars næstkomandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, skipaði hæfisnefnd um skipan nýs ríkislögreglustjóra. Í nefndinni eiga sæti Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskóla í Reykjavík, Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, og er hann formaður nefndarinnar. Andri sagði í samtali við fréttastofu á ráðningarferlið enn í vinnslu og vísaði að öðru leiti til dómsmálaráðuneytisins um frekari upplýsingar. Á sama tíma og staða ríkislögreglustóra var auglýst var jafnframt auglýst eftir lögreglustjóra á Austurland en Inger Linda Jónsdóttir, lætur af embætti um næstu mánaðamót sökum aldurs. Hún hefur verið lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2014. Þá var líka auglýst eftir sýslumanni í Vestmannaeyjum. Fimm konur sóttu um stöðuna. Sæunn Magnúsdóttir, staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Aníta Óðinsdóttir, lögmaður. Arndís Soffía Sigurðardóttir, staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi. Guðbjörg Anna Bergsdóttir, lögmaður og Ragnheiður Jónsdóttir, lögmaður.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. 2. janúar 2020 18:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49
Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19
Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. 2. janúar 2020 18:30