Svíar búa sig undir að það taki tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2020 20:45 Ellefu hafa látist í Svíþjóð af völdum COVID-19 og nærri fimmtán hundruð greinst með kórónuveiruna. Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, þar sem fjöldi Íslendinga starfar, segir fólk vera búa sig undir það andlega að það muni taka tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir. Síðustu daga hefur þeim Svíum sem veikjast af COVID-19 fjölgað og þurft hefur að leggja sífellt fleiri inn á sjúkrahús. Sérstaklega í Stokkhólmi. Á Karolinska sjúkrahúsinu starfar fjöldi Íslendinga en þar liggja nú nærri fimmtíu sjúklingar með COVID-19. Björn Zoega, forstjóri sjúkrahússins, segir róðurinn vera að þyngjast vegna veirunnar. „Það er að aukast smitið. Það eru að koma upp svona eyjar af smiti hér og þar í Stokkhólmi sem gengur erfiðlega að ráða við“ segir Björn. Hann segir unnið eftir sérstakri áætlun á spítalanum en á spítalanum liggja alls nærri ellefu hundruð sjúklingar sem þarf líka að passa að komi ekki nálægt þeim sem eru með veiruna. „Við vinnum eftir mjög föstum strúktor til þess að bæði taka við kórónavírussjúklingum og líka undirbúa okkur að taka á móti mikið fleiri slíkum sjúklingum. Lénið sem Stokkhólm tilheyrir það hefur líka ákveðna stýringu sem er þá svona næstum því hægt að kalla heraga. Enda er kerfið sem við vinnum eftir kennt við NATO,“ segir Björn Björn segir faraldurinn hafa mikil áhrif á sænskt samfélag. „Hér er auðvitað líka samkomubann en það er miðað við fimm hundruð manns. Maður sér og fær fréttir af því að það er mikið mikið færri sem að nota almenningssamgöngur. Það eru líka mikið mikið færri á ferli. Það er ekki búið að loka grunnskólum né leikskólum hérna. En þetta er svona skrýtin tilfinning og ég held að fólk sé bara að búa sig undir það andlega að þetta muni taka svolítinn tíma að ganga yfir og að hér verði fólk að hjálpast að,“ segir Björn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Ellefu hafa látist í Svíþjóð af völdum COVID-19 og nærri fimmtán hundruð greinst með kórónuveiruna. Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, þar sem fjöldi Íslendinga starfar, segir fólk vera búa sig undir það andlega að það muni taka tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir. Síðustu daga hefur þeim Svíum sem veikjast af COVID-19 fjölgað og þurft hefur að leggja sífellt fleiri inn á sjúkrahús. Sérstaklega í Stokkhólmi. Á Karolinska sjúkrahúsinu starfar fjöldi Íslendinga en þar liggja nú nærri fimmtíu sjúklingar með COVID-19. Björn Zoega, forstjóri sjúkrahússins, segir róðurinn vera að þyngjast vegna veirunnar. „Það er að aukast smitið. Það eru að koma upp svona eyjar af smiti hér og þar í Stokkhólmi sem gengur erfiðlega að ráða við“ segir Björn. Hann segir unnið eftir sérstakri áætlun á spítalanum en á spítalanum liggja alls nærri ellefu hundruð sjúklingar sem þarf líka að passa að komi ekki nálægt þeim sem eru með veiruna. „Við vinnum eftir mjög föstum strúktor til þess að bæði taka við kórónavírussjúklingum og líka undirbúa okkur að taka á móti mikið fleiri slíkum sjúklingum. Lénið sem Stokkhólm tilheyrir það hefur líka ákveðna stýringu sem er þá svona næstum því hægt að kalla heraga. Enda er kerfið sem við vinnum eftir kennt við NATO,“ segir Björn Björn segir faraldurinn hafa mikil áhrif á sænskt samfélag. „Hér er auðvitað líka samkomubann en það er miðað við fimm hundruð manns. Maður sér og fær fréttir af því að það er mikið mikið færri sem að nota almenningssamgöngur. Það eru líka mikið mikið færri á ferli. Það er ekki búið að loka grunnskólum né leikskólum hérna. En þetta er svona skrýtin tilfinning og ég held að fólk sé bara að búa sig undir það andlega að þetta muni taka svolítinn tíma að ganga yfir og að hér verði fólk að hjálpast að,“ segir Björn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira