Biður hæstarétt að leyfa sér að blokka að vild á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. ágúst 2020 19:28 Trump vill fá að loka á fólk á Twitter. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti vill fá grænt ljós frá hæstarétti Bandaríkjanna til þess að loka á, eða blokka, andstæðinga sína og andófsmenn á samfélagsmiðlinum Twitter en forsetinn er afar virkur á miðlinum og tístir oft svo tekið er eftir. Blokki Twitter-notandi aðgang annars notanda getur hvorugur skoðað aðgang hins eða séð það sem birtist þar. Alríkisáfrýjunardómstóll í New York komst á síðasta ári að þeirri niðurstöðu að Trump væri óheimilt að loka á fólk á persónulegum Twitter-reikningi sínum. Niðurstaðan var meðal annars rökstudd með því að benda á að forsetinn birti þar daglega hugleiðingar og tilkynningar sem í eðli sínu yrðu að teljast opinberar. Þá var talið að í hvert skipti sem hann lokaði á einhvern sem svaraði tístum hans væri hann að brjóta á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem kveður meðal annars á um að ekki megi setja lög sem skerða tjáningarfrelsi borgaranna. Trump hefur haldið reikningum úti lengur en hann hefur verið forseti. Hann notar þó persónulegan reikning sinn, @realdonaldtrump, í mun meira mæli en opinberan aðgang sinn, @POTUS. Í rökstuðningi með áfrýjun forsetans til hæstaréttar segir meðal annars að aðgangurinn sé persónuleg eign forsetans. Það að banna honum að loka á reikninga eftir eigin höfði væri því svipað því að banna kjörnum fulltrúum að fjarlægja skilti til stuðnings mótframbjóðenda þeirra úr sínum eigin görðum. „Möguleiki forsetans á að nota möguleika Twitter-aðgangs síns, þar á meðal til að loka á fólk, er óháður embætti forsetans.“ Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar er ekki talið líklegt að málið verði tekið fyrir hjá Hæstarétti fyrir forsetakosningarnar í nóvember, þegar Trump freistar þess að verða endurkjörinn í embætti forseta. Þá er heldur ekki ljóst hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar eða því vísað frá. Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vill fá grænt ljós frá hæstarétti Bandaríkjanna til þess að loka á, eða blokka, andstæðinga sína og andófsmenn á samfélagsmiðlinum Twitter en forsetinn er afar virkur á miðlinum og tístir oft svo tekið er eftir. Blokki Twitter-notandi aðgang annars notanda getur hvorugur skoðað aðgang hins eða séð það sem birtist þar. Alríkisáfrýjunardómstóll í New York komst á síðasta ári að þeirri niðurstöðu að Trump væri óheimilt að loka á fólk á persónulegum Twitter-reikningi sínum. Niðurstaðan var meðal annars rökstudd með því að benda á að forsetinn birti þar daglega hugleiðingar og tilkynningar sem í eðli sínu yrðu að teljast opinberar. Þá var talið að í hvert skipti sem hann lokaði á einhvern sem svaraði tístum hans væri hann að brjóta á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem kveður meðal annars á um að ekki megi setja lög sem skerða tjáningarfrelsi borgaranna. Trump hefur haldið reikningum úti lengur en hann hefur verið forseti. Hann notar þó persónulegan reikning sinn, @realdonaldtrump, í mun meira mæli en opinberan aðgang sinn, @POTUS. Í rökstuðningi með áfrýjun forsetans til hæstaréttar segir meðal annars að aðgangurinn sé persónuleg eign forsetans. Það að banna honum að loka á reikninga eftir eigin höfði væri því svipað því að banna kjörnum fulltrúum að fjarlægja skilti til stuðnings mótframbjóðenda þeirra úr sínum eigin görðum. „Möguleiki forsetans á að nota möguleika Twitter-aðgangs síns, þar á meðal til að loka á fólk, er óháður embætti forsetans.“ Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar er ekki talið líklegt að málið verði tekið fyrir hjá Hæstarétti fyrir forsetakosningarnar í nóvember, þegar Trump freistar þess að verða endurkjörinn í embætti forseta. Þá er heldur ekki ljóst hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar eða því vísað frá.
Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent