Innlent

Vilja aukið samstarf í jarðvarmamálum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Forsetarnir tveir á blaðamannafundi í pólsku forsetahöllinni.
Forsetarnir tveir á blaðamannafundi í pólsku forsetahöllinni. Vísir/Skjáskot

Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú eru nú í opinberri heimsókn í Póllandi ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og sendinefnd.

Heimsóknin hófst í forsetahöllinni í Varsjá í morgun og undirrituðu menntamálaráðherrar landanna minnisblað um aukið samstarf á sviði menntunar.

Forsetarnir tveir ávörpuðu fulltrúa fjölmiðla í forsetahöllinni og sagði Guðni markmið heimsóknarinnar vera að styrkja samband ríkjanna tveggja og ýta undir samstarf, meðal annars á sviði jarðvarmavirkjunar.

Andrzej Duda Póllandsforseti þakkaði Guðna sérstaklega fyrir góðar móttökur pólskra innflytjenda og fyrir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna um að pólsk börn á Íslandi gætu fengið menntun í pólsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×