Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2020 14:45 Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. Vísir/vilhelm Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri biðla til verkalýðsfélaga sem ýmist eru í verkfalli eða eiga eftir að fara í verkfall að afstýra þeim vegna faraldurs kórónuveirunnar Covid-19. Í minnisblaði dagsettu 4. mars lýsa umrædd embætti yfir áhyggjum vegna ástandsins. „Viðbragðsáætlun almannavarna - Heimsfaraldur - landsáætlun miðar að því að tryggja órofna og hnökralausa þjónustu á hættustigi og því er afar mikilvægt er að starfsemi þeirra stofnana og fyrirtækja sem hafa hlutverki að gegna verði eins órofin eftir því sem frekast er unnt,“ segir í minnisblaðinu. Þjónusta fjölda opinberra stofnana, þar af innan heilbrigðiskerfisins, mun skerðast verulega með verkfallsaðgerðum BSRB sem boðað hefur verið til í næstu viku. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segist hafa fullan skilning á aðstæðum og tekur fram að störf undanþágunefndar séu til þess fallin að tryggja bæði öryggi og heilbrigði til dæmis vegna kórónuveirunnar. Hægt sé að óska eftir undanþágu fyrir tiltekin störf en segir hún að hver og ein beiðni verði skoðuð sérstaklega. Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningarmanna hafa ákveðið að afstýra fyrirhuguðu verkfalli vegna veirunnar. Garðar Hilmarsson er varaformaður stéttarfélagsins Sameyki. Aðspurður hvort Sameyki hyggist verða við beiðni þeirra sem standa í framlínunni í baráttunni gegn kórónuveirunni segir Garðar. „Við skiljum og skynjum þessa ábyrgð og áhyggjur þeirra. Hins vegar er ekki tímabært að breyta neinu um verkföll. Það er enn tækifæri til að semja og ég held að ábyrgð á kjarasamningum liggi ekki eingöngu hjá stéttarfélögunum, hann liggur ekki síður - og kannski meira - hjá viðsemjendum. Við höfum verið samningslaus í ellefu mánuði og sýnt mikla þolinmæði. Við þessar aðstæður færi best á því að menn næðu kjarasamningum og gengu frá þeim svo ekki þyrfti til verkfalls að koma; verkfalls sem er neyðarráðstöfun. Það er okkar eina leið til að þvinga fram kjarasamninga,“ segir Garðar. „Við höfum fundað alla vikuna og við munum aftur hittast í kvöld gagnvart ríkinu. Við hittum borgina og Samband íslenskra sveitarfélaga í dag. Helgin verður undirlögð ef við verðum ekki búin að ná saman fyrir þann tíma þannig að ég held að allir reyni.“ Ef ekki næst að semja fyrir þennan tíma, kæmi til skoðunar að veita undanþágur bara fyrir þennan hóp? „Við myndum skoða það en ég get ekki svarað því á þessari stundu hvort við því verði orðið. Því fleiri undanþágur því bitlausara verður verkfallið og því lengra verður það, hugsanlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri biðla til verkalýðsfélaga sem ýmist eru í verkfalli eða eiga eftir að fara í verkfall að afstýra þeim vegna faraldurs kórónuveirunnar Covid-19. Í minnisblaði dagsettu 4. mars lýsa umrædd embætti yfir áhyggjum vegna ástandsins. „Viðbragðsáætlun almannavarna - Heimsfaraldur - landsáætlun miðar að því að tryggja órofna og hnökralausa þjónustu á hættustigi og því er afar mikilvægt er að starfsemi þeirra stofnana og fyrirtækja sem hafa hlutverki að gegna verði eins órofin eftir því sem frekast er unnt,“ segir í minnisblaðinu. Þjónusta fjölda opinberra stofnana, þar af innan heilbrigðiskerfisins, mun skerðast verulega með verkfallsaðgerðum BSRB sem boðað hefur verið til í næstu viku. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segist hafa fullan skilning á aðstæðum og tekur fram að störf undanþágunefndar séu til þess fallin að tryggja bæði öryggi og heilbrigði til dæmis vegna kórónuveirunnar. Hægt sé að óska eftir undanþágu fyrir tiltekin störf en segir hún að hver og ein beiðni verði skoðuð sérstaklega. Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningarmanna hafa ákveðið að afstýra fyrirhuguðu verkfalli vegna veirunnar. Garðar Hilmarsson er varaformaður stéttarfélagsins Sameyki. Aðspurður hvort Sameyki hyggist verða við beiðni þeirra sem standa í framlínunni í baráttunni gegn kórónuveirunni segir Garðar. „Við skiljum og skynjum þessa ábyrgð og áhyggjur þeirra. Hins vegar er ekki tímabært að breyta neinu um verkföll. Það er enn tækifæri til að semja og ég held að ábyrgð á kjarasamningum liggi ekki eingöngu hjá stéttarfélögunum, hann liggur ekki síður - og kannski meira - hjá viðsemjendum. Við höfum verið samningslaus í ellefu mánuði og sýnt mikla þolinmæði. Við þessar aðstæður færi best á því að menn næðu kjarasamningum og gengu frá þeim svo ekki þyrfti til verkfalls að koma; verkfalls sem er neyðarráðstöfun. Það er okkar eina leið til að þvinga fram kjarasamninga,“ segir Garðar. „Við höfum fundað alla vikuna og við munum aftur hittast í kvöld gagnvart ríkinu. Við hittum borgina og Samband íslenskra sveitarfélaga í dag. Helgin verður undirlögð ef við verðum ekki búin að ná saman fyrir þann tíma þannig að ég held að allir reyni.“ Ef ekki næst að semja fyrir þennan tíma, kæmi til skoðunar að veita undanþágur bara fyrir þennan hóp? „Við myndum skoða það en ég get ekki svarað því á þessari stundu hvort við því verði orðið. Því fleiri undanþágur því bitlausara verður verkfallið og því lengra verður það, hugsanlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23
Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57
LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55