Innlent

Ýmist gular eða appelsínugular viðvaranir á laugardag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Stormur er í aðsigi.
Stormur er í aðsigi. Vísir/Vilhelm

Foráttuveður er í kortunum fyrir laugardag en Veðurstofa Íslands mun virkja gula veðurviðvörun fyrir landið í heild sinni en appelsínugular fyrir Suðurland og Suðausturland þar sem veðrið verður verst.

Austan rok eða ofsaveður á Suðurlandi með vindhraða á bilinu 23-30 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið gætu þær farið yfir 50 m/s.

Einnig er búist við snjókomu og lélegu skyggni en rigningu eða slyddu á láglendi síðdegis.

Á Suðausturlandi verður austan stormur 23-28 m/s og talsverð ofankoma. Hvassast verður í Öræfum. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið gætu þær farið yfir 50 m/s.

Ekkert ferðaveður er á landinu á laugardag því útlit er fyrir að færð taki að spillast.

Þegar líður á daginn ganga skilin norður yfir, 15-23 m/s.

Á sunnudag er þó útlit fyrir fínasta veður í flestum landshlutum. Hæg breytileg átt, stöku él en kólnar á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×