Komu tveimur skíðagöngumönnum til bjargar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 17:36 Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg óskuðu mennirnir, óljóst þó, eftir aðstoð í gegnum tengilið sinn í Kanada. vísir/vilhelm Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði var kölluð út fyrr í dag vegna tveggja skíðagöngumanna sem ætluðu sér að þvera hálendi Íslands frá norðri til suðurs. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg óskuðu mennirnir, óljóst þó, eftir aðstoð í gegnum tengilið sinn í Kanada. Þar sem upplýsingar voru ekki skýrar var ekki vitað nákvæmlega um ástand mannanna en þeir hefðu þó gert rétt í undirbúningi sínum, voru í sambandi við Safetravel og höfðu skilið þar eftir ferðaáætlun sína sem og aðgang að ferli sínum í gegnum neyðarsendi. Þar af leiðandi var hægt að sjá allar upplýsingar um mennina svo og staðsetningu auk þess sem haft var samband við tengilið varðandi nánari upplýsingar. Að því er segir í tilkynningu Landsbjargar fóru tveir vélsleðamenn úr Eyjafirði fyrr í dag og gátu ekið beint til mannanna þar sem þeir voru í tjaldi við Svíná austan Urðavatna ofan við Eyjafjörð. Var annar mannanna orðinn kaldur og blautur og áttu þeir því í erfiðleikum með að snúa til byggða eða halda áfram. Því var beðið eftir björgunarsveitarbifreið úr Eyjafirði sem flutti mennina til Akureyrar. Voru þeir komnir til byggða um fimmleytið samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Það amaði í sjálfu sér ekkert að þeim heldur lentu þeir í vandræðum eftir að annar þeirra blotnaði og tókst ekki að þurrka bleytuna almennilega. Að öðru leyti voru þeir hraustir og sprækir.Fréttin var uppfærð klukkan 18:06. Björgunarsveitir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira
Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði var kölluð út fyrr í dag vegna tveggja skíðagöngumanna sem ætluðu sér að þvera hálendi Íslands frá norðri til suðurs. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg óskuðu mennirnir, óljóst þó, eftir aðstoð í gegnum tengilið sinn í Kanada. Þar sem upplýsingar voru ekki skýrar var ekki vitað nákvæmlega um ástand mannanna en þeir hefðu þó gert rétt í undirbúningi sínum, voru í sambandi við Safetravel og höfðu skilið þar eftir ferðaáætlun sína sem og aðgang að ferli sínum í gegnum neyðarsendi. Þar af leiðandi var hægt að sjá allar upplýsingar um mennina svo og staðsetningu auk þess sem haft var samband við tengilið varðandi nánari upplýsingar. Að því er segir í tilkynningu Landsbjargar fóru tveir vélsleðamenn úr Eyjafirði fyrr í dag og gátu ekið beint til mannanna þar sem þeir voru í tjaldi við Svíná austan Urðavatna ofan við Eyjafjörð. Var annar mannanna orðinn kaldur og blautur og áttu þeir því í erfiðleikum með að snúa til byggða eða halda áfram. Því var beðið eftir björgunarsveitarbifreið úr Eyjafirði sem flutti mennina til Akureyrar. Voru þeir komnir til byggða um fimmleytið samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Það amaði í sjálfu sér ekkert að þeim heldur lentu þeir í vandræðum eftir að annar þeirra blotnaði og tókst ekki að þurrka bleytuna almennilega. Að öðru leyti voru þeir hraustir og sprækir.Fréttin var uppfærð klukkan 18:06.
Björgunarsveitir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira