Fótbolti

Bein útsending úr Laugardalnum úr vefmyndavélum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Starfsmenn Laugardalsvallar hafa haft mikið að gera síðustu daga.
Starfsmenn Laugardalsvallar hafa haft mikið að gera síðustu daga. Instagram/laugardalsvollur

Vísir er með beina útsendingu frá Laugardalsvelli þar sem hitatjaldið verður sett yfir völlinn í dag. Vefmyndavél hefur verið sett upp efst í húsinu að Suðurlandsbraut 8 og hægt er að sjá aðstæður sem unnið er við. 

Starfsmenn Laugardalsvallar hafa unnið að því síðustu daga að hreinsa snjóinn af vellinum og nú er komið að því að blása upp pulsuna eins og hitatjaldið hefur verið kallað. Ef vel er rýnt í myndina er hægt að fylgjast með því.

Pulsan kemur erlendis frá en hún verður sett upp til að verja grasvöllinn gegn kulda fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. Leikur Íslands og Rúmeníu fer fram 26. mars næstkomandi eða eftir tuttugu daga.

Pulsan var yfir vellinum í aðdraganda leiksins á móti Króatíu í umspili fyrir sæti á HM 2014 en sá leikur var spilaður í nóvember 2013.

Hér fyrir neðan má einnig sjá vefmyndavél frá Advania sem er yfir Laugardalsvöllinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×