Sigmundur lá frammi á gangi fyrir botnlangaaðgerð Sylvía Hall skrifar 8. mars 2020 17:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir mikla þörf fyrir róttækar aðgerðir í heilbrigðiskerfinu og nýtt skipulag í heilbrigðismálum. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu hans á Facebook þar sem hann greinir frá botnlangakasti sem hann fékk á dögunum. „Fyrir nokkrum dögum kynntist ég stöðu heilbrigðiskerfisins af eigin raun, kostum þess og göllum. Kostirnir liggja umfram allt í því frábæra fólki sem starfar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þetta fólk á hins vegar skilið að starfa við miklu betri aðstöðu en raun ber vitni,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Hann lýsir því hvernig hann beið á bráðamóttökunni áður en hann var fluttur í sjúkrarúm. Þá lá hann á ganginum í einhvern tíma áður en hann var fluttur í „litla kompu“ sem hann segist vera þakklátur fyrir. Að lokum var hann svo sendur í aðgerð vegna botnlangakasts. „Aðgerðin gekk vel og ég er kominn heim en mér er hugsað til þess góða og færa fólks sem bjargaði mér og þarf áfram að vinna við slíkar aðstæður. Sérstaklega núna þegar ljóst er að áhrif kórónaveirunnar eiga eftir að skapa mikið álag fyrir heilbrigðisþjónustuna.“ Í stöðuskýrslu dagsins frá Almannavörnum vegna COVID-19 kom fram að nú þegar sé farið að undirbúa aðgerðir vegna álags á heilbrigðiskerfið. Í þeim felst meðal annars að færa heilbrigðisstarfsfólk til innan kerfisins þannig að hægt verði að manna nauðsynlegar stöður, panta fleiri öndunarvélar í gegnum útboð og fá inn fólk sem vinnur á einkareknum stofum. Þá sé einnig til skoðunar að kalla inn fólk sem er farið á eftirlaun. Fimm starfsmenn á gjörgæsludeild Landspítala hafa greinst með veiruna og eru fimm aðrir á sömu deild í sóttkví. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag sagði Alma Möller landlæknir að tveir hjúkrunarfræðinganna hafi verið í skíðaferð þar sem þeir hafi líklegast smitast. Þeir hafi svo að öllum líkindum smitað vinnufélaga sína á gjörgæsludeildinni eftir komuna til landsins. Búið væri að rekja smitin og væri nokkuð víst að sjúklingar hefðu ekki smitast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 17:05 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir mikla þörf fyrir róttækar aðgerðir í heilbrigðiskerfinu og nýtt skipulag í heilbrigðismálum. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu hans á Facebook þar sem hann greinir frá botnlangakasti sem hann fékk á dögunum. „Fyrir nokkrum dögum kynntist ég stöðu heilbrigðiskerfisins af eigin raun, kostum þess og göllum. Kostirnir liggja umfram allt í því frábæra fólki sem starfar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þetta fólk á hins vegar skilið að starfa við miklu betri aðstöðu en raun ber vitni,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Hann lýsir því hvernig hann beið á bráðamóttökunni áður en hann var fluttur í sjúkrarúm. Þá lá hann á ganginum í einhvern tíma áður en hann var fluttur í „litla kompu“ sem hann segist vera þakklátur fyrir. Að lokum var hann svo sendur í aðgerð vegna botnlangakasts. „Aðgerðin gekk vel og ég er kominn heim en mér er hugsað til þess góða og færa fólks sem bjargaði mér og þarf áfram að vinna við slíkar aðstæður. Sérstaklega núna þegar ljóst er að áhrif kórónaveirunnar eiga eftir að skapa mikið álag fyrir heilbrigðisþjónustuna.“ Í stöðuskýrslu dagsins frá Almannavörnum vegna COVID-19 kom fram að nú þegar sé farið að undirbúa aðgerðir vegna álags á heilbrigðiskerfið. Í þeim felst meðal annars að færa heilbrigðisstarfsfólk til innan kerfisins þannig að hægt verði að manna nauðsynlegar stöður, panta fleiri öndunarvélar í gegnum útboð og fá inn fólk sem vinnur á einkareknum stofum. Þá sé einnig til skoðunar að kalla inn fólk sem er farið á eftirlaun. Fimm starfsmenn á gjörgæsludeild Landspítala hafa greinst með veiruna og eru fimm aðrir á sömu deild í sóttkví. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag sagði Alma Möller landlæknir að tveir hjúkrunarfræðinganna hafi verið í skíðaferð þar sem þeir hafi líklegast smitast. Þeir hafi svo að öllum líkindum smitað vinnufélaga sína á gjörgæsludeildinni eftir komuna til landsins. Búið væri að rekja smitin og væri nokkuð víst að sjúklingar hefðu ekki smitast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 17:05 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00
Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51
Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 17:05