Tónlist

Bein útsending: Ezeo spilar í Gufunesi

Tinni Sveinsson skrifar
Ezeo plötusnúður með sundin blá fyrir aftan sig.
Ezeo plötusnúður með sundin blá fyrir aftan sig.

Plötusnúðurinn Ezeo kemur sér fyrir í Gufunesi og spilar þar danstónlist í útsendingu sem hefst klukkan níu í kvöld.

Útsendingin er á vegum íslenska viðburðafyrirtækisins Volume sem sérhæfir sig í útsendingum þar sem plötusnúðar þeyta skífum á framandi stöðum. Hún verður aðgengileg hér á Vísi klukkan 21.

Klippa: Ezeo spilar í Gufunesi

Ezeo er íslenskur house plötusnúður sem er búinn að koma sér vel fyrir í tónlistarsenunni í Berlín, þar sem hann hefur búið síðustu ár.

Hann er einnig stofnandi VIBES, sem er íslenskur hópur af færum íslenskum plötusnúðum sem spila víða um Reykjavík og í Evrópu.

Tónlistarstefna Ezeo einkennist af mjúkum house-tónum sem ættu að höfða vel til allra dansþyrsta.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×