Tónlist

Bein út­­sending: Nights­hock í Raufar­hóls­helli

Tinni Sveinsson skrifar
DJ Nightshock úr plötusnúðahópnum Hausar spilar í Raufarhólshelli, eða The Lava Tunnel.
DJ Nightshock úr plötusnúðahópnum Hausar spilar í Raufarhólshelli, eða The Lava Tunnel. Volume RVK

Plötusnúðurinn Nightshock úr Drum & bass hópnum Hausar kemur sér fyrir í Raufarhólshelli og spilar þar danstónlist í útsendingu sem hefst klukkan níu í kvöld.

Útsendingin er á vegum íslenska viðburðafyrirtækisins Volume sem sérhæfir sig í útsendingum þar sem plötusnúðar þeyta skífum á framandi stöðum.

Klippa: Hausar - live í Lava Tunnel pt.2

Útsendingin er tekin upp í hinum stórbrotna hraungangi Raufarhólshelli, sem er einn lengsti og þekktasti hraunhellir Íslands.

Hraungangurinn hefur verið lýstur upp með áhrifamiklum hætti sem kallar fram litbrigði hraunsins og sýnir greinilega þá öflugu eldvirkni sem á sínum tíma mótaði hraunganginn í Leitahraunsgosinu austan Bláfjalla fyrir um 5.200 árum.

Hausar eru þekktasti Drum & bass hópur landsins. Hann var stofnaður árið 2012 og hefur síðan verið áberandi í danstónlistarlífi landsins. Hópurinn samanstendur af Bjarna Ben, Croax, Nightshock, Junglizt og Untitled. Untitled spilaði einmitt í Raufarhólshelli í síðustu viku.


Tengdar fréttir

Spilar danstónlist á Ægissíðunni

Plötusnúðurinn Þorkell Máni Viðarsson ætlar að koma sér fyrir á Ægissíðunni og spila danstónlist í beinn útsendingu hér á Vísi í kvöld og hefst útsendingin klukkan 21:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×