Leikskóladeild lokað vegna kórónuveirusmits barns Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 12:09 Leikskólinn Hálsaskógur í Breiðholti. reykjavíkurborg Uppfært kl. 13:30:Þeir starfsmenn leikskólans Hálsaskógar og foreldrar sem talið var að kynnu að vera smituð af kórónuveirunni reyndust ósýkt. Þetta leiddu skimanir í ljós. Því er ekki talin þörf á að loka öllum leikskólanum, aðeins deild barnsins sem reyndist vera með staðfest kórónuveirusmit. Önnur á deildinni munu að sama skapi fara í fjórtán daga sóttkví. Upprunalegu fréttina má lesa hér að neðan Leikskólanum Hálsaskógi í Breiðholti var lokað í dag. Barn á leikskólanum greindist með virkt kórónuveirusmit og var því brugðið á það ráð að láta foreldra allra 75 barnanna í Hálsaskógi sækja þau. Þá leikur jafnframt grunur á að starfsmaður sé smitaður. Þetta segir Ásgerður Guðnadóttir leikskólastjóri í samtali við DV sem hún svo staðfestir í samtali við fréttastofu. Gengið sé út frá því að leikskólanum verði lokað í tvo daga. Í bréfi hennar til foreldra segir Ásgerður að allir starfsmenn og börn sem eru á sömu deild og fyrrnefnt barn verði í sóttkví í tvær vikur. Tvær aðrar deildir eru á leikskólanum og verða þær lokaðar þangað til að starfsmaðurinn sem óttast er að sé með virkt smit verður skimaður. Eftir skimun verði staðan endurmetin. Samkvæmt upplýsingum á covid.is er óalgengt að börn undir 18 ára aldri smitist af kórónuveirunni. Þannig hafi aðeins tvö börn á aldrinum 0 til 5 ára verið sett í einangrun vegna smits í þessari bylgju faraldursins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur að sama skapi sagt að rannsóknir á dreifingu sýkingarinnar hér innanlands sýni fram á að börn séu ekki aðeins ólíklegri til að sýkjast, heldur jafnframt ólíklegri til að smita út frá sér. Fréttin hefur verið uppfærð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira
Uppfært kl. 13:30:Þeir starfsmenn leikskólans Hálsaskógar og foreldrar sem talið var að kynnu að vera smituð af kórónuveirunni reyndust ósýkt. Þetta leiddu skimanir í ljós. Því er ekki talin þörf á að loka öllum leikskólanum, aðeins deild barnsins sem reyndist vera með staðfest kórónuveirusmit. Önnur á deildinni munu að sama skapi fara í fjórtán daga sóttkví. Upprunalegu fréttina má lesa hér að neðan Leikskólanum Hálsaskógi í Breiðholti var lokað í dag. Barn á leikskólanum greindist með virkt kórónuveirusmit og var því brugðið á það ráð að láta foreldra allra 75 barnanna í Hálsaskógi sækja þau. Þá leikur jafnframt grunur á að starfsmaður sé smitaður. Þetta segir Ásgerður Guðnadóttir leikskólastjóri í samtali við DV sem hún svo staðfestir í samtali við fréttastofu. Gengið sé út frá því að leikskólanum verði lokað í tvo daga. Í bréfi hennar til foreldra segir Ásgerður að allir starfsmenn og börn sem eru á sömu deild og fyrrnefnt barn verði í sóttkví í tvær vikur. Tvær aðrar deildir eru á leikskólanum og verða þær lokaðar þangað til að starfsmaðurinn sem óttast er að sé með virkt smit verður skimaður. Eftir skimun verði staðan endurmetin. Samkvæmt upplýsingum á covid.is er óalgengt að börn undir 18 ára aldri smitist af kórónuveirunni. Þannig hafi aðeins tvö börn á aldrinum 0 til 5 ára verið sett í einangrun vegna smits í þessari bylgju faraldursins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur að sama skapi sagt að rannsóknir á dreifingu sýkingarinnar hér innanlands sýni fram á að börn séu ekki aðeins ólíklegri til að sýkjast, heldur jafnframt ólíklegri til að smita út frá sér. Fréttin hefur verið uppfærð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira