Leikskóladeild lokað vegna kórónuveirusmits barns Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 12:09 Leikskólinn Hálsaskógur í Breiðholti. reykjavíkurborg Uppfært kl. 13:30:Þeir starfsmenn leikskólans Hálsaskógar og foreldrar sem talið var að kynnu að vera smituð af kórónuveirunni reyndust ósýkt. Þetta leiddu skimanir í ljós. Því er ekki talin þörf á að loka öllum leikskólanum, aðeins deild barnsins sem reyndist vera með staðfest kórónuveirusmit. Önnur á deildinni munu að sama skapi fara í fjórtán daga sóttkví. Upprunalegu fréttina má lesa hér að neðan Leikskólanum Hálsaskógi í Breiðholti var lokað í dag. Barn á leikskólanum greindist með virkt kórónuveirusmit og var því brugðið á það ráð að láta foreldra allra 75 barnanna í Hálsaskógi sækja þau. Þá leikur jafnframt grunur á að starfsmaður sé smitaður. Þetta segir Ásgerður Guðnadóttir leikskólastjóri í samtali við DV sem hún svo staðfestir í samtali við fréttastofu. Gengið sé út frá því að leikskólanum verði lokað í tvo daga. Í bréfi hennar til foreldra segir Ásgerður að allir starfsmenn og börn sem eru á sömu deild og fyrrnefnt barn verði í sóttkví í tvær vikur. Tvær aðrar deildir eru á leikskólanum og verða þær lokaðar þangað til að starfsmaðurinn sem óttast er að sé með virkt smit verður skimaður. Eftir skimun verði staðan endurmetin. Samkvæmt upplýsingum á covid.is er óalgengt að börn undir 18 ára aldri smitist af kórónuveirunni. Þannig hafi aðeins tvö börn á aldrinum 0 til 5 ára verið sett í einangrun vegna smits í þessari bylgju faraldursins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur að sama skapi sagt að rannsóknir á dreifingu sýkingarinnar hér innanlands sýni fram á að börn séu ekki aðeins ólíklegri til að sýkjast, heldur jafnframt ólíklegri til að smita út frá sér. Fréttin hefur verið uppfærð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Uppfært kl. 13:30:Þeir starfsmenn leikskólans Hálsaskógar og foreldrar sem talið var að kynnu að vera smituð af kórónuveirunni reyndust ósýkt. Þetta leiddu skimanir í ljós. Því er ekki talin þörf á að loka öllum leikskólanum, aðeins deild barnsins sem reyndist vera með staðfest kórónuveirusmit. Önnur á deildinni munu að sama skapi fara í fjórtán daga sóttkví. Upprunalegu fréttina má lesa hér að neðan Leikskólanum Hálsaskógi í Breiðholti var lokað í dag. Barn á leikskólanum greindist með virkt kórónuveirusmit og var því brugðið á það ráð að láta foreldra allra 75 barnanna í Hálsaskógi sækja þau. Þá leikur jafnframt grunur á að starfsmaður sé smitaður. Þetta segir Ásgerður Guðnadóttir leikskólastjóri í samtali við DV sem hún svo staðfestir í samtali við fréttastofu. Gengið sé út frá því að leikskólanum verði lokað í tvo daga. Í bréfi hennar til foreldra segir Ásgerður að allir starfsmenn og börn sem eru á sömu deild og fyrrnefnt barn verði í sóttkví í tvær vikur. Tvær aðrar deildir eru á leikskólanum og verða þær lokaðar þangað til að starfsmaðurinn sem óttast er að sé með virkt smit verður skimaður. Eftir skimun verði staðan endurmetin. Samkvæmt upplýsingum á covid.is er óalgengt að börn undir 18 ára aldri smitist af kórónuveirunni. Þannig hafi aðeins tvö börn á aldrinum 0 til 5 ára verið sett í einangrun vegna smits í þessari bylgju faraldursins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur að sama skapi sagt að rannsóknir á dreifingu sýkingarinnar hér innanlands sýni fram á að börn séu ekki aðeins ólíklegri til að sýkjast, heldur jafnframt ólíklegri til að smita út frá sér. Fréttin hefur verið uppfærð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira