Fótbolti

Að­stoðar­lands­liðs­þjálfarinn fór yfir veik­leika og styrk­leika Bayern

Anton Ingi Leifsson skrifar
Freyr fór yfir veikleika og styrkleika Bæjara í gær.
Freyr fór yfir veikleika og styrkleika Bæjara í gær. vísir/skjáskot

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari í fótbolta, segir að há varnarlína Bæjara geti skapað færi fyrir PSG en segir hins vegar að pressan þeirra sé mögnuð.

Freyr var í settinu hjá Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi þar sem hann greindi leik Bayern Munchen og Lyon í ræmur en Bæjarar unnu leikinn 3-0.

Kjartan Atli Kjartansson, Atli Viðar Björnsson og Jóhannes Karl Guðjónsson greindu leikinn ásamt Frey sem lék sér aðeins á teikniborðinu.

Hann benti m.a. á það að há varnarlína Bæjara geti skapað mótherjum þeirra pláss og svæði til að hlaupa í, eins og sást strax á 4. mínútu er Memphis Depay fékk sér færi.

Hann sagði hins vegar að pressa þeirra sé ansi mögnuð og sú orka sem fer í þann hluta leiksins.

Ivan Perisic og Serge Gnabry spila frekar en Phillippe Coutinho og Kingsley Coman því þeir eiga til að mynda bara fleiri orkumeiri hlaup og eru betri í pressunni.

Alla greininguna má sjá hér að neðan.

Klippa: Meistaradeildarmörkin - Pressa Bayern

Tengdar fréttir

Sjáðu mörkin sem skutu Bayern í úrslit

Þýskalandsmeistarar Bayern Munich eru komnir í úrslit Meistaradeildar Evrópu í 11. sinn. Sjáðu mörkin þrjú sem skutu þeim í úrslitaleikinn sem fram fer á sunnudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.