Fótbolti

Íslendingarnir léku báðir í fyrsta tapi CSKA | Amanda kom af bekknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hörður Björgvin var í byrjunarliði CSKA en Arnór hóf leikinn á bekknum.
Hörður Björgvin var í byrjunarliði CSKA en Arnór hóf leikinn á bekknum. vísir/getty

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson léku báðir með CSKA Moskvu er liðið tapaði 2-1 fyrir Zenit St. Pétursborg í rússnesku úrvalsdeildinni í dag. Amanda Andradóttir kom af varamannabekk Nordsjælland í þeirri dönsku er liðið tapaði einnig sínum fyrstu stigum á tímabilinu.

Hörður Björgvin var kominn aftur á sinn stað í vörn CSKA Moskvu en Arnór hóf leikinn á bekknum.

Heimamenn í Zenit hófu leikinn betur og Íraninn Sardar Azmoun kom þeim yfir þegar aðeins nítján mínútur voru liðnar af leiknum. Nikola Vlašić jafnaði metin fyrir CSKA aðeisn sjö mínútum síðar og staðan því jöfn 1-1 í hálfleik.

Azmoun bætti við öðru marki sínu á 69. mínútu og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Zenit en þetta var fyrsta tap CSKA í deildinni á þessu tímabili. Arnór kom inn af bekknum á 81. mínútu leiksins.

CSKA dettur við þetta niður í 5. sæti deildarinnar með tvo sigra eftir þrjár umferðir. Zenit er með fullt hús stiga á toppnum.

Í Danmörku gerðu Nordsjælland og Bröndby 1-1 jafntefli. Hin unga og efnilega Amanda Andradóttir kom inn af varamannabekk Nordsjælland á 76. mínútu.

Líkt og CSKA voru þetta fyrstu stigin sem Nordsjælland tapar á leiktíðinni. Liðið er í 2. sæti með sjö stig eftir þrjár umferðir en Thy – Thistedq er eina liðið með fullt hús stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×