„Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 19:42 Heiða Björg Himisdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkur. Vísir/Egill Það er ekki val að lenda á götunni heldur rothögg segir hópur kvenna sem býr við heimilisleysi. Þær hafi lent á götunni í kjölfar áfalla og ofbeldis sem þær hafi orðið fyrir en á götunni snúist allt um að lifa af. Þær kalla eftir varanlegu úrræði fyrir heimilislausar konur. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir markmiðið vera að öllum muni standa varanlegt húsnæði til boða. „Það á enginn að vera heimilislaus. Sorglega staðreyndin er sú að það þurfti heimsfaraldur til að aðeins færri yrðu heimilislausir á Íslandi.“ Svo segir meðal annars í yfirlýsingu sem hópur kvenna sendi frá sér í morgun en allar eru þær heimilislausar. Þar er vísað til neyðarúrræðis sem komið var á fót í apríl á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins til að mæta þörfum heimilislausra kvenna. Úrræðið var tímabundið og átti að renna sitt skeið þann 1. september. Í kjölfar yfirlýsingar kvennanna barst yfirlýsing frá borginni um að ákveðið hafi verið að framlengja úrræðinu, aftur tímabundið. „Að þessu sinni erum við að tala um þrjá mánuði. Við erum komin með fjármagn í það en ef það reynist ekki nóg þá finnum við aðrar lausnir. Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Í yfirlýsingunni lýsa konurnar erfiðri reynslu sinni af því að búa á götunni. Það sé ekki val heldur rothögg. Enginn lendi mjúklega á götunni en þar snúist baráttan um að lifa af. Í slíkum kringumstæðum þurfi að gera hluti sem geti leitt af sér enn fleiri áföll og enn meira ofbeldi. Heiða kveðst afar ánægð með að konurnar hafi stigið fram og sent frá sér yfirlýsinguna. „Ég varð eiginlega bara mjög stolt af þeim og ánægð með þær. Að taka sér pláss og senda frá sér þessa sterku yfirlýsingu sem að ég tek bara heilshugar undir,“ segir Heiða. Lengra viðtal við Heiðu um málefni heimilislausra kvenna má finna í spilaranum hér að neðan. Húsnæðismál Mannréttindi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Það er ekki val að lenda á götunni heldur rothögg segir hópur kvenna sem býr við heimilisleysi. Þær hafi lent á götunni í kjölfar áfalla og ofbeldis sem þær hafi orðið fyrir en á götunni snúist allt um að lifa af. Þær kalla eftir varanlegu úrræði fyrir heimilislausar konur. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir markmiðið vera að öllum muni standa varanlegt húsnæði til boða. „Það á enginn að vera heimilislaus. Sorglega staðreyndin er sú að það þurfti heimsfaraldur til að aðeins færri yrðu heimilislausir á Íslandi.“ Svo segir meðal annars í yfirlýsingu sem hópur kvenna sendi frá sér í morgun en allar eru þær heimilislausar. Þar er vísað til neyðarúrræðis sem komið var á fót í apríl á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins til að mæta þörfum heimilislausra kvenna. Úrræðið var tímabundið og átti að renna sitt skeið þann 1. september. Í kjölfar yfirlýsingar kvennanna barst yfirlýsing frá borginni um að ákveðið hafi verið að framlengja úrræðinu, aftur tímabundið. „Að þessu sinni erum við að tala um þrjá mánuði. Við erum komin með fjármagn í það en ef það reynist ekki nóg þá finnum við aðrar lausnir. Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Í yfirlýsingunni lýsa konurnar erfiðri reynslu sinni af því að búa á götunni. Það sé ekki val heldur rothögg. Enginn lendi mjúklega á götunni en þar snúist baráttan um að lifa af. Í slíkum kringumstæðum þurfi að gera hluti sem geti leitt af sér enn fleiri áföll og enn meira ofbeldi. Heiða kveðst afar ánægð með að konurnar hafi stigið fram og sent frá sér yfirlýsinguna. „Ég varð eiginlega bara mjög stolt af þeim og ánægð með þær. Að taka sér pláss og senda frá sér þessa sterku yfirlýsingu sem að ég tek bara heilshugar undir,“ segir Heiða. Lengra viðtal við Heiðu um málefni heimilislausra kvenna má finna í spilaranum hér að neðan.
Húsnæðismál Mannréttindi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira