„Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 19:42 Heiða Björg Himisdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkur. Vísir/Egill Það er ekki val að lenda á götunni heldur rothögg segir hópur kvenna sem býr við heimilisleysi. Þær hafi lent á götunni í kjölfar áfalla og ofbeldis sem þær hafi orðið fyrir en á götunni snúist allt um að lifa af. Þær kalla eftir varanlegu úrræði fyrir heimilislausar konur. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir markmiðið vera að öllum muni standa varanlegt húsnæði til boða. „Það á enginn að vera heimilislaus. Sorglega staðreyndin er sú að það þurfti heimsfaraldur til að aðeins færri yrðu heimilislausir á Íslandi.“ Svo segir meðal annars í yfirlýsingu sem hópur kvenna sendi frá sér í morgun en allar eru þær heimilislausar. Þar er vísað til neyðarúrræðis sem komið var á fót í apríl á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins til að mæta þörfum heimilislausra kvenna. Úrræðið var tímabundið og átti að renna sitt skeið þann 1. september. Í kjölfar yfirlýsingar kvennanna barst yfirlýsing frá borginni um að ákveðið hafi verið að framlengja úrræðinu, aftur tímabundið. „Að þessu sinni erum við að tala um þrjá mánuði. Við erum komin með fjármagn í það en ef það reynist ekki nóg þá finnum við aðrar lausnir. Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Í yfirlýsingunni lýsa konurnar erfiðri reynslu sinni af því að búa á götunni. Það sé ekki val heldur rothögg. Enginn lendi mjúklega á götunni en þar snúist baráttan um að lifa af. Í slíkum kringumstæðum þurfi að gera hluti sem geti leitt af sér enn fleiri áföll og enn meira ofbeldi. Heiða kveðst afar ánægð með að konurnar hafi stigið fram og sent frá sér yfirlýsinguna. „Ég varð eiginlega bara mjög stolt af þeim og ánægð með þær. Að taka sér pláss og senda frá sér þessa sterku yfirlýsingu sem að ég tek bara heilshugar undir,“ segir Heiða. Lengra viðtal við Heiðu um málefni heimilislausra kvenna má finna í spilaranum hér að neðan. Húsnæðismál Mannréttindi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Það er ekki val að lenda á götunni heldur rothögg segir hópur kvenna sem býr við heimilisleysi. Þær hafi lent á götunni í kjölfar áfalla og ofbeldis sem þær hafi orðið fyrir en á götunni snúist allt um að lifa af. Þær kalla eftir varanlegu úrræði fyrir heimilislausar konur. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir markmiðið vera að öllum muni standa varanlegt húsnæði til boða. „Það á enginn að vera heimilislaus. Sorglega staðreyndin er sú að það þurfti heimsfaraldur til að aðeins færri yrðu heimilislausir á Íslandi.“ Svo segir meðal annars í yfirlýsingu sem hópur kvenna sendi frá sér í morgun en allar eru þær heimilislausar. Þar er vísað til neyðarúrræðis sem komið var á fót í apríl á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins til að mæta þörfum heimilislausra kvenna. Úrræðið var tímabundið og átti að renna sitt skeið þann 1. september. Í kjölfar yfirlýsingar kvennanna barst yfirlýsing frá borginni um að ákveðið hafi verið að framlengja úrræðinu, aftur tímabundið. „Að þessu sinni erum við að tala um þrjá mánuði. Við erum komin með fjármagn í það en ef það reynist ekki nóg þá finnum við aðrar lausnir. Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Í yfirlýsingunni lýsa konurnar erfiðri reynslu sinni af því að búa á götunni. Það sé ekki val heldur rothögg. Enginn lendi mjúklega á götunni en þar snúist baráttan um að lifa af. Í slíkum kringumstæðum þurfi að gera hluti sem geti leitt af sér enn fleiri áföll og enn meira ofbeldi. Heiða kveðst afar ánægð með að konurnar hafi stigið fram og sent frá sér yfirlýsinguna. „Ég varð eiginlega bara mjög stolt af þeim og ánægð með þær. Að taka sér pláss og senda frá sér þessa sterku yfirlýsingu sem að ég tek bara heilshugar undir,“ segir Heiða. Lengra viðtal við Heiðu um málefni heimilislausra kvenna má finna í spilaranum hér að neðan.
Húsnæðismál Mannréttindi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent