Fótbolti

Ragnar: Ekki að hugsa um hvað gerist í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar í æfingaleik með FCK á dögunum.
Ragnar í æfingaleik með FCK á dögunum. vísir/getty

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður FCK í Danmörku, segir að hann hugsi ekki mikið um hvað gerist þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Ragnar skrifaði undir stuttan samning við dönsku meistaranna í janúar. Samningurinn gildir til sumars en Fylkismaðurinn samdi við FCK eftir að hafa fengið sig lausan frá Rostov.

„FCK hefur sýnt mér traust með því að gefa mér samning. Núna verð ég að sýna að það var rétt hjá Ståle,“ sagði Ragnar í samtali við Ekstra Bladet. Ståle Solbakken er þjálfari FCK.







„Ég er með stuttan samning en ég hugsa ekki núna um hvað gerist í sumar. Ég get bara hugsað um að gera mitt allra besta og nú er ég bara að hugsa um að vð ætlum að vinna Celtic.“

FCK mætir Celtic í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en fyrri leikur liðanna fer fram í Kaupmannahöfn í kvöld. Ragnar gæti þar leikið sinn fyrsta leik eftir endurkomuna en hann lék 101 leik með liðinu á árunum 2011 til 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×