Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Kjartansson skrifar

Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera í milli deiluaðila í kjaradeilu félagsins og borgarinnar en margir telja. Borgarstjóri segir áhyggjur sínar af áhrifum verkfallsins fara vaxandi. Réttarholtsskóla var lokað í dag og óvíst er hvenær nemendur geta mætt aftur þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa skólann vegna verkfallsins.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður fjallað um yfirvofandi verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BSRB og vopnað rán sem framið var í verslun í Reykjanesbæ í dag. Þá verður rætt við forsætisráðherra um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Hún segir ótækt að lagakröfum sé ekki fylgt.

Einnig verður fylgst með heimkomu kokkalandsliðsins eftir sigurgöngu á Ólympíuleikunum í matreiðslu og tónleikum á Hrafnistu. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×