Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Kjartansson skrifar

Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera í milli deiluaðila í kjaradeilu félagsins og borgarinnar en margir telja. Borgarstjóri segir áhyggjur sínar af áhrifum verkfallsins fara vaxandi. Réttarholtsskóla var lokað í dag og óvíst er hvenær nemendur geta mætt aftur þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa skólann vegna verkfallsins.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður fjallað um yfirvofandi verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BSRB og vopnað rán sem framið var í verslun í Reykjanesbæ í dag. Þá verður rætt við forsætisráðherra um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Hún segir ótækt að lagakröfum sé ekki fylgt.

Einnig verður fylgst með heimkomu kokkalandsliðsins eftir sigurgöngu á Ólympíuleikunum í matreiðslu og tónleikum á Hrafnistu. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.