Dómur þyngdur yfir konu sem stakk tengdason sinn Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 19:39 Árásin átti sér stað á Akranesi í nóvember árið 2018. Vísir/Egill Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir konu á áttræðisaldri sem stakk tengdason sinn með hnífi á Akranesi í nóvember árið 2018 í fimm ár í dag. Konan var sakfelld fyrir tilraun til manndráps en læknar töldu að litlu hefði munað að afleiðingar árásarinnar yrðu enn verri. Atburðirnir áttu sér stað þegar konan passaði börn dóttur sinnar á heimili hennar og tengdasonar konunnar á Akranesi 10. nóvember árið 2018. Konan er sögð hafa verið ölvuð, farið inn í svefnherbergi mannsins þar sem hann svaf og stungið hann með tæplega tuttugu sentímetra löngum hnífi. Maðurinn hlaut djúpan áverka rétt utan við rifbein. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi konuna í fjögurra ára fangelsi og til að greiða manninum rúmar 800.000 krónur í maí í fyrra. Saksóknarar kröfðust þess að refsing konunnar yrði þyngd við áfrýjun til Landsréttar. Refsing fyrir brot konunnar sé að lágmarki fimm ár og ekki hefði verið sýnt fram á atvik sem gætu réttlætt að farið væri niður fyrir þá lágmarksrefsingu. Sjá einnig: Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Konan lýsti sig saklausa og hélt því fram að ósannað væri að hún hefði gert það sem hún var sökuð um. Dómarar við Landsrétt féllust á sjónarmið saksóknara og þyngdu refsingu konunnar, sem var á 71. aldursári þegar hún framdi brotið, í fimm ár. Frá refsingunni dregst sá tími sem hún sat í gæsluvarðhaldi. Auk skaðabótanna þarf konan að greiða tæpa fimm og hálfa miljóna króna í sakarkostnað í héraði og eina og hálfa milljón í áfrýjunarkostnað málsins. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Amman á Akranesi fékk fjögurra ára dóm fyrir árás á tengdasoninn Rúmlega sjötug kona búsett á Akranesi var í maí dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi að næturlagi í nóvember 2018. 4. október 2019 13:21 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir konu á áttræðisaldri sem stakk tengdason sinn með hnífi á Akranesi í nóvember árið 2018 í fimm ár í dag. Konan var sakfelld fyrir tilraun til manndráps en læknar töldu að litlu hefði munað að afleiðingar árásarinnar yrðu enn verri. Atburðirnir áttu sér stað þegar konan passaði börn dóttur sinnar á heimili hennar og tengdasonar konunnar á Akranesi 10. nóvember árið 2018. Konan er sögð hafa verið ölvuð, farið inn í svefnherbergi mannsins þar sem hann svaf og stungið hann með tæplega tuttugu sentímetra löngum hnífi. Maðurinn hlaut djúpan áverka rétt utan við rifbein. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi konuna í fjögurra ára fangelsi og til að greiða manninum rúmar 800.000 krónur í maí í fyrra. Saksóknarar kröfðust þess að refsing konunnar yrði þyngd við áfrýjun til Landsréttar. Refsing fyrir brot konunnar sé að lágmarki fimm ár og ekki hefði verið sýnt fram á atvik sem gætu réttlætt að farið væri niður fyrir þá lágmarksrefsingu. Sjá einnig: Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Konan lýsti sig saklausa og hélt því fram að ósannað væri að hún hefði gert það sem hún var sökuð um. Dómarar við Landsrétt féllust á sjónarmið saksóknara og þyngdu refsingu konunnar, sem var á 71. aldursári þegar hún framdi brotið, í fimm ár. Frá refsingunni dregst sá tími sem hún sat í gæsluvarðhaldi. Auk skaðabótanna þarf konan að greiða tæpa fimm og hálfa miljóna króna í sakarkostnað í héraði og eina og hálfa milljón í áfrýjunarkostnað málsins.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Amman á Akranesi fékk fjögurra ára dóm fyrir árás á tengdasoninn Rúmlega sjötug kona búsett á Akranesi var í maí dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi að næturlagi í nóvember 2018. 4. október 2019 13:21 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Amman á Akranesi fékk fjögurra ára dóm fyrir árás á tengdasoninn Rúmlega sjötug kona búsett á Akranesi var í maí dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi að næturlagi í nóvember 2018. 4. október 2019 13:21