Dómur þyngdur yfir konu sem stakk tengdason sinn Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 19:39 Árásin átti sér stað á Akranesi í nóvember árið 2018. Vísir/Egill Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir konu á áttræðisaldri sem stakk tengdason sinn með hnífi á Akranesi í nóvember árið 2018 í fimm ár í dag. Konan var sakfelld fyrir tilraun til manndráps en læknar töldu að litlu hefði munað að afleiðingar árásarinnar yrðu enn verri. Atburðirnir áttu sér stað þegar konan passaði börn dóttur sinnar á heimili hennar og tengdasonar konunnar á Akranesi 10. nóvember árið 2018. Konan er sögð hafa verið ölvuð, farið inn í svefnherbergi mannsins þar sem hann svaf og stungið hann með tæplega tuttugu sentímetra löngum hnífi. Maðurinn hlaut djúpan áverka rétt utan við rifbein. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi konuna í fjögurra ára fangelsi og til að greiða manninum rúmar 800.000 krónur í maí í fyrra. Saksóknarar kröfðust þess að refsing konunnar yrði þyngd við áfrýjun til Landsréttar. Refsing fyrir brot konunnar sé að lágmarki fimm ár og ekki hefði verið sýnt fram á atvik sem gætu réttlætt að farið væri niður fyrir þá lágmarksrefsingu. Sjá einnig: Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Konan lýsti sig saklausa og hélt því fram að ósannað væri að hún hefði gert það sem hún var sökuð um. Dómarar við Landsrétt féllust á sjónarmið saksóknara og þyngdu refsingu konunnar, sem var á 71. aldursári þegar hún framdi brotið, í fimm ár. Frá refsingunni dregst sá tími sem hún sat í gæsluvarðhaldi. Auk skaðabótanna þarf konan að greiða tæpa fimm og hálfa miljóna króna í sakarkostnað í héraði og eina og hálfa milljón í áfrýjunarkostnað málsins. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Amman á Akranesi fékk fjögurra ára dóm fyrir árás á tengdasoninn Rúmlega sjötug kona búsett á Akranesi var í maí dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi að næturlagi í nóvember 2018. 4. október 2019 13:21 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir konu á áttræðisaldri sem stakk tengdason sinn með hnífi á Akranesi í nóvember árið 2018 í fimm ár í dag. Konan var sakfelld fyrir tilraun til manndráps en læknar töldu að litlu hefði munað að afleiðingar árásarinnar yrðu enn verri. Atburðirnir áttu sér stað þegar konan passaði börn dóttur sinnar á heimili hennar og tengdasonar konunnar á Akranesi 10. nóvember árið 2018. Konan er sögð hafa verið ölvuð, farið inn í svefnherbergi mannsins þar sem hann svaf og stungið hann með tæplega tuttugu sentímetra löngum hnífi. Maðurinn hlaut djúpan áverka rétt utan við rifbein. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi konuna í fjögurra ára fangelsi og til að greiða manninum rúmar 800.000 krónur í maí í fyrra. Saksóknarar kröfðust þess að refsing konunnar yrði þyngd við áfrýjun til Landsréttar. Refsing fyrir brot konunnar sé að lágmarki fimm ár og ekki hefði verið sýnt fram á atvik sem gætu réttlætt að farið væri niður fyrir þá lágmarksrefsingu. Sjá einnig: Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Konan lýsti sig saklausa og hélt því fram að ósannað væri að hún hefði gert það sem hún var sökuð um. Dómarar við Landsrétt féllust á sjónarmið saksóknara og þyngdu refsingu konunnar, sem var á 71. aldursári þegar hún framdi brotið, í fimm ár. Frá refsingunni dregst sá tími sem hún sat í gæsluvarðhaldi. Auk skaðabótanna þarf konan að greiða tæpa fimm og hálfa miljóna króna í sakarkostnað í héraði og eina og hálfa milljón í áfrýjunarkostnað málsins.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Amman á Akranesi fékk fjögurra ára dóm fyrir árás á tengdasoninn Rúmlega sjötug kona búsett á Akranesi var í maí dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi að næturlagi í nóvember 2018. 4. október 2019 13:21 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Amman á Akranesi fékk fjögurra ára dóm fyrir árás á tengdasoninn Rúmlega sjötug kona búsett á Akranesi var í maí dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi að næturlagi í nóvember 2018. 4. október 2019 13:21
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent