Fótbolti

Luka­ku og sam­herjar leika fyrir luktum dyrum vegna kóróna­veirunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku og félagar fá engan stuðning á fimmtudagskvöldið.
Lukaku og félagar fá engan stuðning á fimmtudagskvöldið. vísir/getty

Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.

Kórónaveiran hefur breiðst út um Ítalíu og sjö hafa látist vegna veirunnar á Ítalíu. Flestum leikjum ítalska boltans var frestað um helgina og nú hefur staðfest að þessi leikur fari fram fyrir luktum dyrum.



Flestir bjuggust við þessari ákvörðun en liðin staðfestu þetta svo í gær. Í yfirlýsingu Ludogorets segir að UEFA muni fylgjast ítarlega með stöðunni og greina frá því ef eitthvað breytist.

Inter leiðir 2-0 eftir fyrri leikinn og er þar af leiðandi komið með annan fótinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Leikur Inter og Ludogorets er ekki eini leikur Inter sem fer fram fyrir luktum dyrum því leikur liðsins gegn Juventus um næstu helgi verður einnig fyrir luktum dyrum.

Ítalska knattspyrnusambandið tilkynnti þetta í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×