Fengu miða undir hurðina þar sem tilkynnt var um sóttkvína Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 12:44 Lögregluþjónn stendur vörð fyrir utan Costa Adeje Palace-hótelið á Tenerife í morgun. Vísir/lóa pind Gestir á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, sem sæta nú sóttkví vegna kórónuveirusmits, fengu tilkynningu um sóttkvína á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra. Þetta hefur BBC eftir gestum á hótelinu. Myndir af miðanum voru birtar á samfélagsmiðlum í dag. Ítalskur læknir sem dvaldi á umræddu hóteli á Tenerife greindist með Covid-19-kórónuveiruna. Talið er að hann sé frá héraði á Norður-Ítalíu, þar sem mörg tilfelli veirunnar hafa greinst undanfarna daga. Sjö Íslendingar eru jafnframt sagðir í sóttkví á hótelinu. Sjá einnig: Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Gestum á hótelinu var í fyrstu sagt að halda kyrru fyrir í herbergjum sínum á meðan læknisskoðanir færu fram, að því er fram kemur í spænskum fjölmiðlum. Gestum var greint frá þessu á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra í morgun. Mynd af miðanum var birt á Facebook og síðar einnig á Twitter. „Okkur þykir fyrir því að tilkynna ykkur að af heilsufarsástæðum hefur hótelinu verið lokað. Þar til tilkynning berst frá heilbrigðisyfirvöldum verðið þið að halda ykkur inn í herbergjum ykkar,“ stendur á miðanum, sem sjá má hér fyrir neðan. Hotel H10 Costa Adeje Palace hotel in Tenerife #Covid_19 #coronavirus #COVID2019 #Tenerife #Spain pic.twitter.com/dKBeZBxz8L— EOS Flanders (@Cryptomee) February 25, 2020 BBC ræðir við John Turton, gest á hótelinu, sem segir að hann og kona hans hafi séð miðann en svo heyrt í fólk á leið í morgunmat. Hótelið hafi vissulega verið girt af en gestirnir reyni að gera gott úr stöðunni. „Við höfum ekki fengið frekari upplýsingar aðrar en þær sem komu fram á miðanum en við ætlum bara að bíða, reyna að njóta frísins og sjá hvað setur,“ segir Turton. Christopher Betts, annar gestur á hótelinu, segir í samtali við Reuters-fréttaveituna að hann sjái lögreglumenn við gæslu fyrir utan hótelið og um fimmtíu hótelstarfsmenn. Hann segist ekki hafa verið prófaður fyrir kórónuveiru og þá hafi gestir ekki fengið neinar upplýsingar. Grunur um smitið á Tenerife kom upp seint í gærkvöldi. Alls hafa nú þrjú tilfelli kórónaveirunnar verið staðfest á Spáni. Ekkert bendir til þess að faraldur veirunnar geisi á Tenerife og hafa heilbrigðisyfirvöld hér á landi ekki séð ástæðu til að vara við ferðum Íslendinga þangað. Því er þó beint til þeirra sem dvalið hafa á Costa Adeje Palace-hótelinu að sæta tveggja vikna sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Gestir á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, sem sæta nú sóttkví vegna kórónuveirusmits, fengu tilkynningu um sóttkvína á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra. Þetta hefur BBC eftir gestum á hótelinu. Myndir af miðanum voru birtar á samfélagsmiðlum í dag. Ítalskur læknir sem dvaldi á umræddu hóteli á Tenerife greindist með Covid-19-kórónuveiruna. Talið er að hann sé frá héraði á Norður-Ítalíu, þar sem mörg tilfelli veirunnar hafa greinst undanfarna daga. Sjö Íslendingar eru jafnframt sagðir í sóttkví á hótelinu. Sjá einnig: Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Gestum á hótelinu var í fyrstu sagt að halda kyrru fyrir í herbergjum sínum á meðan læknisskoðanir færu fram, að því er fram kemur í spænskum fjölmiðlum. Gestum var greint frá þessu á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra í morgun. Mynd af miðanum var birt á Facebook og síðar einnig á Twitter. „Okkur þykir fyrir því að tilkynna ykkur að af heilsufarsástæðum hefur hótelinu verið lokað. Þar til tilkynning berst frá heilbrigðisyfirvöldum verðið þið að halda ykkur inn í herbergjum ykkar,“ stendur á miðanum, sem sjá má hér fyrir neðan. Hotel H10 Costa Adeje Palace hotel in Tenerife #Covid_19 #coronavirus #COVID2019 #Tenerife #Spain pic.twitter.com/dKBeZBxz8L— EOS Flanders (@Cryptomee) February 25, 2020 BBC ræðir við John Turton, gest á hótelinu, sem segir að hann og kona hans hafi séð miðann en svo heyrt í fólk á leið í morgunmat. Hótelið hafi vissulega verið girt af en gestirnir reyni að gera gott úr stöðunni. „Við höfum ekki fengið frekari upplýsingar aðrar en þær sem komu fram á miðanum en við ætlum bara að bíða, reyna að njóta frísins og sjá hvað setur,“ segir Turton. Christopher Betts, annar gestur á hótelinu, segir í samtali við Reuters-fréttaveituna að hann sjái lögreglumenn við gæslu fyrir utan hótelið og um fimmtíu hótelstarfsmenn. Hann segist ekki hafa verið prófaður fyrir kórónuveiru og þá hafi gestir ekki fengið neinar upplýsingar. Grunur um smitið á Tenerife kom upp seint í gærkvöldi. Alls hafa nú þrjú tilfelli kórónaveirunnar verið staðfest á Spáni. Ekkert bendir til þess að faraldur veirunnar geisi á Tenerife og hafa heilbrigðisyfirvöld hér á landi ekki séð ástæðu til að vara við ferðum Íslendinga þangað. Því er þó beint til þeirra sem dvalið hafa á Costa Adeje Palace-hótelinu að sæta tveggja vikna sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52
Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14