Með vaðið fyrir neðan sig í gulum göllum á Keflavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason og Eiður Þór Árnason skrifa 25. febrúar 2020 17:03 Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja á leið um borð í vél Icelandair um þrjúleytið í dag. Óskar J. Sandholt Farþegum í flugi Icelandair frá Amsterdam síðdegis í dag brá sumum hverjum aðeins í brún þegar heilbrigðisstarfsfólk klætt í gula heilgalla með andlitsgrímur kom um borð í vélina við lendingu vegna veikinda farþega. Farþegi í borð um vélinni segir þau hafa verið látin bíða í flugvélinni í smá stund á meðan hugað var að hinum veika. Í ljós hafi komið að ekkert alvarlegt var að. Vissulega hafi uppákoman verið athyglisverð en allt gert af yfirvegun af starfsfólkinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við Vísi að ákveðnar viðbragðsáætlanir séu almennt í gangi varðandi veikindi í flugi sem komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Úr vélinni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja fari um borð og meti aðstæður. Í þessu tilfelli hafi starfsfólk líklega bara verið í búningum í ljósi umræðunnar. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekkert tilefni til að láta sér bregða. Þá séu engar líkur á að umrædd veikindi hafi verið kórónaveiran umtalaða. Komu um borð til að ræða við farþegann Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, staðfestir í samtali við Vísi að enginn grunur hafi verið um kórónuveirusmit um borð. „Það höfðu komið upp veikindi í vélinni og við fyrstu sýn þá eru þetta ekki einkenni veikinda sem við tengjum við Covid-19.“ Hann segir að Icelandair hafi einfaldlega verið að fylgja sínum verkferlum og þeirri áætlun sem nú er í gildi. Heilbrigðisstarfsfólkið hafi komið um borð til þess að ræða við veika farþegann. „Hann var sannarlega veikur en eins og okkur grunaði í upphafi þá voru þetta ekki þessi veikindi sem eru tengd við Covid-19 þannig að þetta leystist allt að mér skilst mjög farsællega.“ „Það auðvitað hjálpar til að aðrir farþegar um borð hafi sýnt þessu skilning og það er algjörlega frábært að svo sé.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Farþegum í flugi Icelandair frá Amsterdam síðdegis í dag brá sumum hverjum aðeins í brún þegar heilbrigðisstarfsfólk klætt í gula heilgalla með andlitsgrímur kom um borð í vélina við lendingu vegna veikinda farþega. Farþegi í borð um vélinni segir þau hafa verið látin bíða í flugvélinni í smá stund á meðan hugað var að hinum veika. Í ljós hafi komið að ekkert alvarlegt var að. Vissulega hafi uppákoman verið athyglisverð en allt gert af yfirvegun af starfsfólkinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við Vísi að ákveðnar viðbragðsáætlanir séu almennt í gangi varðandi veikindi í flugi sem komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Úr vélinni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja fari um borð og meti aðstæður. Í þessu tilfelli hafi starfsfólk líklega bara verið í búningum í ljósi umræðunnar. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekkert tilefni til að láta sér bregða. Þá séu engar líkur á að umrædd veikindi hafi verið kórónaveiran umtalaða. Komu um borð til að ræða við farþegann Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, staðfestir í samtali við Vísi að enginn grunur hafi verið um kórónuveirusmit um borð. „Það höfðu komið upp veikindi í vélinni og við fyrstu sýn þá eru þetta ekki einkenni veikinda sem við tengjum við Covid-19.“ Hann segir að Icelandair hafi einfaldlega verið að fylgja sínum verkferlum og þeirri áætlun sem nú er í gildi. Heilbrigðisstarfsfólkið hafi komið um borð til þess að ræða við veika farþegann. „Hann var sannarlega veikur en eins og okkur grunaði í upphafi þá voru þetta ekki þessi veikindi sem eru tengd við Covid-19 þannig að þetta leystist allt að mér skilst mjög farsællega.“ „Það auðvitað hjálpar til að aðrir farþegar um borð hafi sýnt þessu skilning og það er algjörlega frábært að svo sé.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Rosalega margt sem er ekki í lagi og heilsan okkar er að veði“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira