Innlent

Spáir stormi sunnan­til á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Á morgun spáir austlægum vindi með stormi syðst.
Á morgun spáir austlægum vindi með stormi syðst. vísir/vilhelm

Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag þar sem vindur verður víða á bilinu tíu til átján metrar á sekúndu. Má búast við björtu veðri á Suður- og Suðvesturlandi, en norðan og austanlands gengur á með éljum. Frost verður 0 til níu stig.

Á morgun spáir austlægum vindi með stormi syðst. Þó verður hægari vindur um landið norðaustanvert.

„Úrkomulítið og kalt í veðri, en snjókoma með köflum við suðvesturströndina. Um kvöldið er síðan útlit fyrir snjókomu víða sunnan- og vestanlands. Það snjóar væntanlega áfram á föstudag í stífri austanátt, þó einkum suðaustantil á landinu en á Suðvesturlandi lægir líklega og styttir upp,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austan 13-18 og snjókoma með köflum við SV-ströndina, annars talsvert hægari og stöku él. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands.

Á föstudag: Austan 8-15 og snjókoma með köflum, en hægari og úrkomulítið á SV- og V-landi. Frost 0 til 8 stig.

Á laugardag: Austanátt með slyddu, snjókomu eða rigningu S- og A-lands, annars úrkomuminna. Hiti um eða yfir frostmarki.

Á sunnudag: Austanátt og rigning eða slydda með köflum, einkum SA- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánudag og þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt og él, hiti um frostmark.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.