Austanstormur áfram í kortunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 06:30 Snjó hefur kyngt niður í höfuðborginni í morgun. Vísir/vilhelm Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. Snjókoma með köflum eða skafrenningur í dag, talsverð úrkoma á austanverðu landinu síðdegis og kalt í veðri. Þegar hefur snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Þá eru gular viðvaranir enn í gildi á nokkrum stöðum á landinu. Hríðarviðvörun á Faxaflóa gildir þar til klukkan átta nú í morgun en verið hefur mjög hvasst og lélegt skyggni, til að mynda á Reykjanesi, Kjalarnesi, Akranesi og Borgarnesi. Ökumenn eru áfram hvattir til að sýna aukna aðgæslu. Hríðarviðvörun á Suðausturlandi er í gildi til klukkan sjö í kvöld. Þar er búist við hvassviðri eða stormi með vindi allt að 28 m/s, hvassast í Öræfum þar sem vindstrengir geta farið yfir 35 m/s. Búast má við éljagangi og lélegu skyggni. „Akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega á Mýrdalssandi og í Öræfum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á morgun verður áfram austanátt, allhvöss eða hvöss, og slydda eða snjókoma austan til og rigning við ströndina, en annars hægara og dálítil él. Hiti víða kringum frostmark. Hvessir talsvert á Suðausturlandi annað kvöld. Á sunnudag er enn búist við austanstormi með úrkomu í flestum landshlutum, en heldur hlýnandi veðri. „Veðurviðvaranir eru í gildi og nýjar verða líklega sendar út, sem gilda munu um helgina. Því um að gera að kanna vel veðurspár og færð áður en lagt er af stað,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Austan 10-18 m/s og snjókoma eða slydda með köflum á austanverðu landinu, hvassast og rigning úti við sjóinn, en annars hægara og dálítil él. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Austan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu, en rigningu með austurströndinni og hiti víða 0 til 5 stig. Hægari vindur, þurrt að kalla og vægt frost vestanlands. Á mánudag: Hvassar austanáttir með úrkomu víða um land og hita kringum frostmark. Á þriðjudag: Suðlægar áttir með éljum, en hvassviðri og slydda við NA-ströndina. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir austan- og suðaustanáttir með snjókomu eða slyddu og áfram svalt veður. Veður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. Snjókoma með köflum eða skafrenningur í dag, talsverð úrkoma á austanverðu landinu síðdegis og kalt í veðri. Þegar hefur snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Þá eru gular viðvaranir enn í gildi á nokkrum stöðum á landinu. Hríðarviðvörun á Faxaflóa gildir þar til klukkan átta nú í morgun en verið hefur mjög hvasst og lélegt skyggni, til að mynda á Reykjanesi, Kjalarnesi, Akranesi og Borgarnesi. Ökumenn eru áfram hvattir til að sýna aukna aðgæslu. Hríðarviðvörun á Suðausturlandi er í gildi til klukkan sjö í kvöld. Þar er búist við hvassviðri eða stormi með vindi allt að 28 m/s, hvassast í Öræfum þar sem vindstrengir geta farið yfir 35 m/s. Búast má við éljagangi og lélegu skyggni. „Akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega á Mýrdalssandi og í Öræfum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á morgun verður áfram austanátt, allhvöss eða hvöss, og slydda eða snjókoma austan til og rigning við ströndina, en annars hægara og dálítil él. Hiti víða kringum frostmark. Hvessir talsvert á Suðausturlandi annað kvöld. Á sunnudag er enn búist við austanstormi með úrkomu í flestum landshlutum, en heldur hlýnandi veðri. „Veðurviðvaranir eru í gildi og nýjar verða líklega sendar út, sem gilda munu um helgina. Því um að gera að kanna vel veðurspár og færð áður en lagt er af stað,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Austan 10-18 m/s og snjókoma eða slydda með köflum á austanverðu landinu, hvassast og rigning úti við sjóinn, en annars hægara og dálítil él. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Austan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu, en rigningu með austurströndinni og hiti víða 0 til 5 stig. Hægari vindur, þurrt að kalla og vægt frost vestanlands. Á mánudag: Hvassar austanáttir með úrkomu víða um land og hita kringum frostmark. Á þriðjudag: Suðlægar áttir með éljum, en hvassviðri og slydda við NA-ströndina. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir austan- og suðaustanáttir með snjókomu eða slyddu og áfram svalt veður.
Veður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira