Austanstormur áfram í kortunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 06:30 Snjó hefur kyngt niður í höfuðborginni í morgun. Vísir/vilhelm Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. Snjókoma með köflum eða skafrenningur í dag, talsverð úrkoma á austanverðu landinu síðdegis og kalt í veðri. Þegar hefur snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Þá eru gular viðvaranir enn í gildi á nokkrum stöðum á landinu. Hríðarviðvörun á Faxaflóa gildir þar til klukkan átta nú í morgun en verið hefur mjög hvasst og lélegt skyggni, til að mynda á Reykjanesi, Kjalarnesi, Akranesi og Borgarnesi. Ökumenn eru áfram hvattir til að sýna aukna aðgæslu. Hríðarviðvörun á Suðausturlandi er í gildi til klukkan sjö í kvöld. Þar er búist við hvassviðri eða stormi með vindi allt að 28 m/s, hvassast í Öræfum þar sem vindstrengir geta farið yfir 35 m/s. Búast má við éljagangi og lélegu skyggni. „Akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega á Mýrdalssandi og í Öræfum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á morgun verður áfram austanátt, allhvöss eða hvöss, og slydda eða snjókoma austan til og rigning við ströndina, en annars hægara og dálítil él. Hiti víða kringum frostmark. Hvessir talsvert á Suðausturlandi annað kvöld. Á sunnudag er enn búist við austanstormi með úrkomu í flestum landshlutum, en heldur hlýnandi veðri. „Veðurviðvaranir eru í gildi og nýjar verða líklega sendar út, sem gilda munu um helgina. Því um að gera að kanna vel veðurspár og færð áður en lagt er af stað,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Austan 10-18 m/s og snjókoma eða slydda með köflum á austanverðu landinu, hvassast og rigning úti við sjóinn, en annars hægara og dálítil él. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Austan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu, en rigningu með austurströndinni og hiti víða 0 til 5 stig. Hægari vindur, þurrt að kalla og vægt frost vestanlands. Á mánudag: Hvassar austanáttir með úrkomu víða um land og hita kringum frostmark. Á þriðjudag: Suðlægar áttir með éljum, en hvassviðri og slydda við NA-ströndina. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir austan- og suðaustanáttir með snjókomu eða slyddu og áfram svalt veður. Veður Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. Snjókoma með köflum eða skafrenningur í dag, talsverð úrkoma á austanverðu landinu síðdegis og kalt í veðri. Þegar hefur snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Þá eru gular viðvaranir enn í gildi á nokkrum stöðum á landinu. Hríðarviðvörun á Faxaflóa gildir þar til klukkan átta nú í morgun en verið hefur mjög hvasst og lélegt skyggni, til að mynda á Reykjanesi, Kjalarnesi, Akranesi og Borgarnesi. Ökumenn eru áfram hvattir til að sýna aukna aðgæslu. Hríðarviðvörun á Suðausturlandi er í gildi til klukkan sjö í kvöld. Þar er búist við hvassviðri eða stormi með vindi allt að 28 m/s, hvassast í Öræfum þar sem vindstrengir geta farið yfir 35 m/s. Búast má við éljagangi og lélegu skyggni. „Akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega á Mýrdalssandi og í Öræfum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á morgun verður áfram austanátt, allhvöss eða hvöss, og slydda eða snjókoma austan til og rigning við ströndina, en annars hægara og dálítil él. Hiti víða kringum frostmark. Hvessir talsvert á Suðausturlandi annað kvöld. Á sunnudag er enn búist við austanstormi með úrkomu í flestum landshlutum, en heldur hlýnandi veðri. „Veðurviðvaranir eru í gildi og nýjar verða líklega sendar út, sem gilda munu um helgina. Því um að gera að kanna vel veðurspár og færð áður en lagt er af stað,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Austan 10-18 m/s og snjókoma eða slydda með köflum á austanverðu landinu, hvassast og rigning úti við sjóinn, en annars hægara og dálítil él. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Austan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu, en rigningu með austurströndinni og hiti víða 0 til 5 stig. Hægari vindur, þurrt að kalla og vægt frost vestanlands. Á mánudag: Hvassar austanáttir með úrkomu víða um land og hita kringum frostmark. Á þriðjudag: Suðlægar áttir með éljum, en hvassviðri og slydda við NA-ströndina. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir austan- og suðaustanáttir með snjókomu eða slyddu og áfram svalt veður.
Veður Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira