Fótbolti

Nýliðar Gróttu semja við tvo leikmenn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki verður áfram í herbúðum Gróttu.
Bjarki verður áfram í herbúðum Gróttu.

Grótta samdi við tvo leikmenn í gær og munu þeir leika með liðinu er Seltirningar taka í fyrsta sinn þátt í efstu deild karla í knattspyrnu næsta sumar.

Grótta náði eftirtektarverðum árangri síðastliðin tvö sumur er liðið fór upp úr 2. deild sem og 1. deildinni ári síðar. Sumarið 2020 mun Grótta því leika í fyrsta sinn í Pepsi Max deild karla. Í gær skrifuðu tveir leikmenn undir samning við félagið en annar þeirra lék 15 leiki með liðinu á síðustu leiktíð.

Varnarmaðurinn Bjarki Leósson lék 15 leiki með Gróttu á síðustu leiktíð, þá á láni frá Íslandsmeisturum KR. Hann hefur nú skipt alfarið yfir í Gróttu. Þessi 22 ára leikmaður er sem stendur í Bandaríkjunum við nám sem og hann leikur í háskólaboltanum þar í landi. Hann mun eflaust styrkja varnarlínu Gróttu þegar hann kemur hingað til lands í vor.

Þá hefur liðið fengið 26 ára gamlan sóknarmann frá ÍR, sá heitir Ágúst Freyr Hallsson. Skoraði hann átta mörk í 22 leikjum með Breiðhyltingum á síðustu leiktíð en liðið lenti í 7. sæti 2. deildar.


Tengdar fréttir

Hræringar í Árbænum

Það er mikið um að vera hjá knattspyrnudeild Fylkis þessa dagana en Ari Leifsson er á leið í atvinnumennsku og þá staðfesti félagið komu Djair Parfitt-William í dag em sá kemur frá Slóveníu eftir að hafa verið alinn upp á Englandi en er með vegabréf frá Bermúda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×