Vitnaði í bróður sinn heitinn í tilfinningaþrunginni ræðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 06:14 Joaquin Phoenix tekur við Óskarnum í kvöld. Vísir/getty Leikarinn Joaquin Phoenix, sem hreppti í nótt Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Joker, lagði áherslu á dýravelferð og vitnaði í textabrot eftir bróður sinn heitinn í þakkarræðu sinni. Phoenix hefur sópað að sér verðlaunum á hinum ýmsu verðlaunahátíðum síðustu misseri fyrir leik sinn í Joker, þar sem hann fer með titilhlutverkið. Phoenix hefur einmitt ítrekað notað tækifærið og vakið athygli á málstað sem honum er umhugað um í þakkarræðum sínum. Á BAFTA-verðlaununum lagið Phoenix til að mynda áherslu á kynþáttafordóma og einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Sjá einnig: Vilhjálmur og Phoenix þungorðir í BAFTA-ræðum sínum Engin undantekning var þar á í nótt en Phoenix kom aftur inn á kynþáttafordóma, sem og kvenhatur í kvikmyndabransanum, auk þess sem honum var tíðrætt um ný tækifæri. „En ég held að stærsta gjöfin sem þau [forréttindi] hafa gefið mér, og mörgum okkar inni í þessu herbergi, sé tækifæri til að tala máli hinna raddlausu. Ég hef verið að hugsa mjög um sum af alvarlegustu málunum sem við tökumst nú á við í sameiningu,“ sagði Phoenix. „Ég held að við höfum misst sambandið við hinn náttúrulega heim. […] Við förum út í hinn náttúrulega heim og við förum ránshendi um auðlendir hans. Okkur finnst við eiga rétt á því að sæða kú og þegar hún ber þá rænum við af henni barninu, jafnvel þótt örvæntinaróp hennar séu óyggjandi. Og svo tökum við mjólk hennar, sem ætluð er kálfi hennar, og setjum hana í kaffið okkar og morgunkornið. Ég held að við óttumst hugmyndina um breytingar vegna þess að við höldum að við þurfum að færa fórnir þeim til handa. En mannskepnan er, upp á sitt besta, svo hugvitssöm, skapandi og snjöll.“ Þá sagðist Phoenix uppfullur þakklætis og í lok ræðunnar mátti heyra rödd hans bresta þegar hann fór með textabrot úr smiðju bróður síns heitins, River Phoenix. Hann lést árið 1993, 23 ára að aldri, úr of stórum skammti eiturlyfja. „Hann var sautján ára, bróðir minn, þegar hann samdi þetta textabrot. Hann sagði: „Hlauptu til bjargar með ást og friður mun fylgja“.“ Ræðu Phoenix má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Joaquin Phoenix vinnur Óskar Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Leikarinn Joaquin Phoenix, sem hreppti í nótt Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Joker, lagði áherslu á dýravelferð og vitnaði í textabrot eftir bróður sinn heitinn í þakkarræðu sinni. Phoenix hefur sópað að sér verðlaunum á hinum ýmsu verðlaunahátíðum síðustu misseri fyrir leik sinn í Joker, þar sem hann fer með titilhlutverkið. Phoenix hefur einmitt ítrekað notað tækifærið og vakið athygli á málstað sem honum er umhugað um í þakkarræðum sínum. Á BAFTA-verðlaununum lagið Phoenix til að mynda áherslu á kynþáttafordóma og einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Sjá einnig: Vilhjálmur og Phoenix þungorðir í BAFTA-ræðum sínum Engin undantekning var þar á í nótt en Phoenix kom aftur inn á kynþáttafordóma, sem og kvenhatur í kvikmyndabransanum, auk þess sem honum var tíðrætt um ný tækifæri. „En ég held að stærsta gjöfin sem þau [forréttindi] hafa gefið mér, og mörgum okkar inni í þessu herbergi, sé tækifæri til að tala máli hinna raddlausu. Ég hef verið að hugsa mjög um sum af alvarlegustu málunum sem við tökumst nú á við í sameiningu,“ sagði Phoenix. „Ég held að við höfum misst sambandið við hinn náttúrulega heim. […] Við förum út í hinn náttúrulega heim og við förum ránshendi um auðlendir hans. Okkur finnst við eiga rétt á því að sæða kú og þegar hún ber þá rænum við af henni barninu, jafnvel þótt örvæntinaróp hennar séu óyggjandi. Og svo tökum við mjólk hennar, sem ætluð er kálfi hennar, og setjum hana í kaffið okkar og morgunkornið. Ég held að við óttumst hugmyndina um breytingar vegna þess að við höldum að við þurfum að færa fórnir þeim til handa. En mannskepnan er, upp á sitt besta, svo hugvitssöm, skapandi og snjöll.“ Þá sagðist Phoenix uppfullur þakklætis og í lok ræðunnar mátti heyra rödd hans bresta þegar hann fór með textabrot úr smiðju bróður síns heitins, River Phoenix. Hann lést árið 1993, 23 ára að aldri, úr of stórum skammti eiturlyfja. „Hann var sautján ára, bróðir minn, þegar hann samdi þetta textabrot. Hann sagði: „Hlauptu til bjargar með ást og friður mun fylgja“.“ Ræðu Phoenix má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Joaquin Phoenix vinnur Óskar
Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira