Innlent

Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stór fíkniefnamál hafa komið upp undanfarin ár þar sem fíkniefni eru falin í bílum.
Stór fíkniefnamál hafa komið upp undanfarin ár þar sem fíkniefni eru falin í bílum. Vísir/JóiK

Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. Mennirnir voru handteknir laugardaginn 3. ágúst við komuna til landsins með Norrænu. Fréttablaðið greindi fyrst frá niðurstöðunni.

Fíkniefnin voru falin í innanverðri farangursgeymslu bíls af gerðinni Austin Mini Cooper. Að því er fram kom í ákærunni var amfetamínið að 70 prósent styrkleika en kókaínið tæp 82 prósent. Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi.

Hér má sjá hvernig fíkniefnin voru falin í bílnum, í leynihólfi fyrir neðan farangursgeymsluna.

Anna Barbara Andradóttir saksóknari fór fram á tíu ára fangelsi yfir mönnunum. Þorgils Þorgilsson, lögmaður Þjóðverjans, tjáði fjölmiðlum við dómsuppsögu að honum þætti dómurinn þungur.

Héraðsdómur féllst á kröfu ákæruvaldsins að gera bílinn upptækan sem og fíkniefnin.

Dóminn í heild má lesa hér.


Tengdar fréttir

Veita engar upplýsingar um smyglið

Rannsókn á máli tveggja erlendra karlmanna, sem á laugardag voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu, er enn á viðkvæmu stigi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×