Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2020 09:56 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir álverið í Straumsvík mjög mikilvægt, bæði fyrir bæinn og þjóðfélagið. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir stöðuna sem upp er komin varðandi rekstur álvers Rio Tinto í Straumsvík vera grafalvarlega. „Það gefur augaleið. Þetta er einn fjölmennasti vinnustaðurinn í bæjarfélaginu og hefur starfað hérna í áratugi og haft gríðarlega mikla þýðingu fyrir allt bæjarfélagið. Ekki einungis er þetta stór og góður vinnustaður heldur hefur hann haft mikil samlegðaráhrif á öll fyrirtæki og fleira í bænum,“ segir Rósa í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að Rio Tinto skoði nú hvort álverinu verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Hjá álverinu starfa um 500 manns, en haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins Rósa segist vona að málið leysist farsællega, en á þessu stigi hafi fulltrúar bæjaryfirvalda verið í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins í Straumsvík. „Við höfum rætt við þau í morgun og fylgjumst náið með. Á þessum tímapunkti snýst þetta augljóslega um raforkuverðið og það er á annarra höndum en okkar.“ Um 500 manns starfa í álverinu í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Ertu bjartsýn? „Maður verður alltaf að vera bjartsýnn. Það þýðir ekkert annað. En við vitum svo sem að reksturinn hefur ekki gengið nógu vel í nokkur ár og þau hafa upplýst til dæmis okkur, bæjaryfirvöldum, um þá stöðu. Fyrirtækið er framsækið og hefur brugðist við því mjög vel í gegnum árin. Nú er þá komið að þessu að það snýst um raforkuverðið og við vonum að það leysist farsællega. Þetta er mjög mikilvægt fyrirtæki, bæði fyrir bæinn og þjóðfélagið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir stöðuna sem upp er komin varðandi rekstur álvers Rio Tinto í Straumsvík vera grafalvarlega. „Það gefur augaleið. Þetta er einn fjölmennasti vinnustaðurinn í bæjarfélaginu og hefur starfað hérna í áratugi og haft gríðarlega mikla þýðingu fyrir allt bæjarfélagið. Ekki einungis er þetta stór og góður vinnustaður heldur hefur hann haft mikil samlegðaráhrif á öll fyrirtæki og fleira í bænum,“ segir Rósa í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að Rio Tinto skoði nú hvort álverinu verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Hjá álverinu starfa um 500 manns, en haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins Rósa segist vona að málið leysist farsællega, en á þessu stigi hafi fulltrúar bæjaryfirvalda verið í góðu sambandi við forsvarsmenn álversins í Straumsvík. „Við höfum rætt við þau í morgun og fylgjumst náið með. Á þessum tímapunkti snýst þetta augljóslega um raforkuverðið og það er á annarra höndum en okkar.“ Um 500 manns starfa í álverinu í Straumsvík.Vísir/Vilhelm Ertu bjartsýn? „Maður verður alltaf að vera bjartsýnn. Það þýðir ekkert annað. En við vitum svo sem að reksturinn hefur ekki gengið nógu vel í nokkur ár og þau hafa upplýst til dæmis okkur, bæjaryfirvöldum, um þá stöðu. Fyrirtækið er framsækið og hefur brugðist við því mjög vel í gegnum árin. Nú er þá komið að þessu að það snýst um raforkuverðið og við vonum að það leysist farsællega. Þetta er mjög mikilvægt fyrirtæki, bæði fyrir bæinn og þjóðfélagið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45