Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 07:04 Það er ekki ofsögum sagt að það verði snælduvitlaus veður í fyrramálið klukkan 8 þegar fólk verður á leið til vinnu og í skóla. Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. Að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands er þrýstingur í miðju hennar áætlaður 952 hPa en lægðin dýpkar ört og nálgast landið. Skammt norður af Scoresbysundi er síðan 1014 mb hæð. Spár gera ráð fyrir að hæðin standi kyrr þótt lægðin nálgist og má segja, í grófum dráttum, að þrýstimunurinn á milli þessara tveggja veðrakerfa valdi þeim aftakavindi sem í vændum er. Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið vegna óveðursins. Annars var kalt á landinu í nótt og mældist frostið mest 23,5 stig við Mývatn og 22,9 stig á Grímsstöðum á fjöllum. Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Hægt vaxandi austanátt í dag og skýjað með köflum, 10-23 m/s í kvöld, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Frost 1 til 7 stig. Hægari vindur og kaldara norðaustanlands.Hvessir meira í nótt, snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða slydda eða snjókoma, úrkomumest sunnan- og austanlands.Snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu seinnipartinn á morgun með rigningu á láglendi og hita 1 til 5 stig, en þá áfram rok og ofankoma um landið norðanvert. Lægir talsvert á landinu annað kvöld og dregur úr úrkomu.Á laugardag:Gengur í austan og norðaustan hvassviðri eða storm með rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins, úrkomumest austanlands. Hiti 0 til 6 stig.Á sunnudag:Norðaustan 5-13 og dálítil rigning eða slydda austan til á landinu, annars úrkomulítið. Norðan 10-18 um kvöldið með snjókomu norðanlands. Kólnar heldur í veðri.Á mánudag:Norðanátt og él, en bjartviðri sunnan- og vestan lands. Víða vægt frost. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. Að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands er þrýstingur í miðju hennar áætlaður 952 hPa en lægðin dýpkar ört og nálgast landið. Skammt norður af Scoresbysundi er síðan 1014 mb hæð. Spár gera ráð fyrir að hæðin standi kyrr þótt lægðin nálgist og má segja, í grófum dráttum, að þrýstimunurinn á milli þessara tveggja veðrakerfa valdi þeim aftakavindi sem í vændum er. Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið vegna óveðursins. Annars var kalt á landinu í nótt og mældist frostið mest 23,5 stig við Mývatn og 22,9 stig á Grímsstöðum á fjöllum. Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Hægt vaxandi austanátt í dag og skýjað með köflum, 10-23 m/s í kvöld, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Frost 1 til 7 stig. Hægari vindur og kaldara norðaustanlands.Hvessir meira í nótt, snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða slydda eða snjókoma, úrkomumest sunnan- og austanlands.Snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu seinnipartinn á morgun með rigningu á láglendi og hita 1 til 5 stig, en þá áfram rok og ofankoma um landið norðanvert. Lægir talsvert á landinu annað kvöld og dregur úr úrkomu.Á laugardag:Gengur í austan og norðaustan hvassviðri eða storm með rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins, úrkomumest austanlands. Hiti 0 til 6 stig.Á sunnudag:Norðaustan 5-13 og dálítil rigning eða slydda austan til á landinu, annars úrkomulítið. Norðan 10-18 um kvöldið með snjókomu norðanlands. Kólnar heldur í veðri.Á mánudag:Norðanátt og él, en bjartviðri sunnan- og vestan lands. Víða vægt frost.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira