Ákveðið að fresta Milljarði rís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 11:55 Milljarður rís verður haldinn í Hörpu föstudaginn 14. febrúar klukkan 12:15. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af því að landsmenn fjölmenni í Hörpu á morgun vegna viðburðarins Milljarður rís. Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur í samfélagsmiðlum hjá UN Women, staðfestir þetta í samtali við Vísi en ástæðan er afar slæm veðurspá á landinu öllu á morgun. Tímasetning á frestuðum viðburði liggur ekki fyrir. Appelsínugul viðvörun er á landinu öllu sem tekur gildi í nótt og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Stjórnendur Hörpu ákváðu í því ljósi að blása viðburðinn af sem og aðra á morgun. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, sagði í samtali við Vísi í gær að Milljarður rís væri táknrænn viðburður og snúist um samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis. Svaraði hún þar gagnrýni þess efnis að viðburðurinn byggði á sýndarmennsku og hefði engin raunveruleg áhrif í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Þá sé hann iðulega haldinn með alvarlegum undirtón þó að einnig sé dansað. Jafnframt sé alltaf leitast við að veita þeim raddlausu rödd á viðburðinum og umfjöllunarefni valið sem áberandi hefur verið í umræðu tengdri kynbundnu ofbeldi. „Í fyrra var það menntamálaráðherrann okkar, Lilja Alfreðs, sem hafði lent illa í Klaustursmálinu sem talaði. Árið undan fyrra voru það konur af erlendum uppruna út af #MeToo-byltingunni, sem var hópur sem var ótrúlega raddlaus og komst ekki upp á yfirborðið fyrr en með #MeToo-byltingunni. Í ár erum við að tala um stafrænt ofbeldi og erum með unga konu sem heitir Sólborg sem heldur úti síðunni Fávitar,“ segir Stella. Vont veður í kortinu Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Ekkert verður af því að landsmenn fjölmenni í Hörpu á morgun vegna viðburðarins Milljarður rís. Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur í samfélagsmiðlum hjá UN Women, staðfestir þetta í samtali við Vísi en ástæðan er afar slæm veðurspá á landinu öllu á morgun. Tímasetning á frestuðum viðburði liggur ekki fyrir. Appelsínugul viðvörun er á landinu öllu sem tekur gildi í nótt og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Stjórnendur Hörpu ákváðu í því ljósi að blása viðburðinn af sem og aðra á morgun. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, sagði í samtali við Vísi í gær að Milljarður rís væri táknrænn viðburður og snúist um samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis. Svaraði hún þar gagnrýni þess efnis að viðburðurinn byggði á sýndarmennsku og hefði engin raunveruleg áhrif í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Þá sé hann iðulega haldinn með alvarlegum undirtón þó að einnig sé dansað. Jafnframt sé alltaf leitast við að veita þeim raddlausu rödd á viðburðinum og umfjöllunarefni valið sem áberandi hefur verið í umræðu tengdri kynbundnu ofbeldi. „Í fyrra var það menntamálaráðherrann okkar, Lilja Alfreðs, sem hafði lent illa í Klaustursmálinu sem talaði. Árið undan fyrra voru það konur af erlendum uppruna út af #MeToo-byltingunni, sem var hópur sem var ótrúlega raddlaus og komst ekki upp á yfirborðið fyrr en með #MeToo-byltingunni. Í ár erum við að tala um stafrænt ofbeldi og erum með unga konu sem heitir Sólborg sem heldur úti síðunni Fávitar,“ segir Stella. Vont veður í kortinu Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira