Alræmt glæpagengi réðst inn í dómshús til að frelsa leiðtoga sinn Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 11:44 Herlögreglumenn bera fallinn félaga sinn út úr dómshúsinu í El Progreso. Vísir/EPA Að minnsta kosti fjórir lögreglumenn voru skotnir til bana og þrír særðust til viðbótar þegar þungvopnaðir liðsmenn glæpasamtakanna MS-13 réðust inn í dómshús í norðvestanverðu Hondúras og frelsuðu leiðtoga sinn sem réttað var yfir þar. Einn árásarmannanna féll í áhlaupinu. MS-13, einnig þekkt sem Mara Salvatrucha, eru talin ein ofbeldisfyllstu og hættulegustu glæpasamtök Mið-Ameríku. Alexander Mendoza, sem gengur undir viðurnefninu „El Porky“, er talinn einn helsti forsprakki gengisins. Hann var tekinn höndum árið 2015 og dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir peningaþvætti og aðild á glæpasamtökum. Mendoza beið jafnframt dóms vegna fjölda morða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um tuttugu liðsmenn glæpagengisins eru sagðir hafa verið klæddir í herklæði og lögreglubúninga þegar þeir réðust inn í dómshúsið í bænum El Progreso, um þrjátíu kílómetrum austur af San Pedro Sula, næststærstu borg Hondúras. Myndbandsupptökur sýna handjárnaðan Mendoza inni í dómshúsinu ásamt lögreglumönnum. Skömmu síðar sést hann án handjárnanna og vopnaður hríðskotabyssu og skammbyssu. Til skotbardaga kom á milli glæpamannanna og lögreglu inni í byggingunni. Juan Orlando Hernández, forseti Hondúras, hefur heitið hverjum þeim sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku Mendoza jafnvirði rúmra tíu milljóna íslenskra króna í verðlaun. Hondúras Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir lögreglumenn voru skotnir til bana og þrír særðust til viðbótar þegar þungvopnaðir liðsmenn glæpasamtakanna MS-13 réðust inn í dómshús í norðvestanverðu Hondúras og frelsuðu leiðtoga sinn sem réttað var yfir þar. Einn árásarmannanna féll í áhlaupinu. MS-13, einnig þekkt sem Mara Salvatrucha, eru talin ein ofbeldisfyllstu og hættulegustu glæpasamtök Mið-Ameríku. Alexander Mendoza, sem gengur undir viðurnefninu „El Porky“, er talinn einn helsti forsprakki gengisins. Hann var tekinn höndum árið 2015 og dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir peningaþvætti og aðild á glæpasamtökum. Mendoza beið jafnframt dóms vegna fjölda morða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um tuttugu liðsmenn glæpagengisins eru sagðir hafa verið klæddir í herklæði og lögreglubúninga þegar þeir réðust inn í dómshúsið í bænum El Progreso, um þrjátíu kílómetrum austur af San Pedro Sula, næststærstu borg Hondúras. Myndbandsupptökur sýna handjárnaðan Mendoza inni í dómshúsinu ásamt lögreglumönnum. Skömmu síðar sést hann án handjárnanna og vopnaður hríðskotabyssu og skammbyssu. Til skotbardaga kom á milli glæpamannanna og lögreglu inni í byggingunni. Juan Orlando Hernández, forseti Hondúras, hefur heitið hverjum þeim sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku Mendoza jafnvirði rúmra tíu milljóna íslenskra króna í verðlaun.
Hondúras Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira