Vilja fresta ákvörðun um fjölgun leikja Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 12:00 KR varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð eftir 22 umferða mót. Vísir/Daníel KSÍ skipaði í lok síðasta árs starfshóp til að skoða mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla með það í huga að fjölga leikjum í deildinni. Starfshópinn skipa fulltrúar frá KSÍ, aðildarfélögum og fjölmiðlum. Nú þegar vika er í næsta ársþing KSÍ hefur hópurinn skilað frá sér skýrslu. Í niðurstöðukafla hennar segir að það sé mat starfshópsins að umræðan innan knattspyrnuhreyfingarinnar sé of skammt á veg komin til að hægt sé að ná fram niðurstöðu um mögulegar breytingar núna. Breytingar á mótahaldi þurfi að hafa víðtækan stuðning og ekki verði ráðist í þær nema að vandlega athuguðu máli. Leggjast þurfi í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir þau fjölmörgu atriði sem hafa þurfi í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Starfshópurinn leggst þar með gegn hugmyndum Skagamanna um að taka strax ákvörðun um fjölgun liða í Pepsi Max deild karla, en í tillögu ÍA fyrir ársþingið segir að 14 lið skuli skipa efstu deild á næsta ári. Starfshópurinn leggur til að hann fái að starfa áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi næsta haust. Í skýrslu starfshópsins segir að þær leiðir sem hafi verið nefndar séu aðallega þrjár, þó að fleiri hafi verið skoðaðar lauslega: Fjölgun liða í deildinni Fjölgun umferða í deildinni (sami liðafjöldi eða fækkun liða) Úrslitakeppni með skiptingu deildarinnar Helstu markmiðin með því að fjölga leikjum í deildinni eru sögð fimm: Auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi Nýta betur fjárfestingu aðildarfélaganna í leikmönnum og starfsmönnum Auka möguleika á tekjuöflun Auka verðmæti sjónvarps– og markaðsréttinda deildarinnar Mæta vaxandi eftirspurn Þar kemur einnig fram að ýmis úrlausnarefni og áskoranir fylgi því að ná settum markmiðum. Þannig þurfi að horfa til veðurfars, vallarmála, áhuga stuðninsgmanna og rétthafa, sjálfboðaliða, dómaramál, áhrifa á leikmenn og ýmislegs fleira.Skýrsluna má lesa í heild hér. KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira
KSÍ skipaði í lok síðasta árs starfshóp til að skoða mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla með það í huga að fjölga leikjum í deildinni. Starfshópinn skipa fulltrúar frá KSÍ, aðildarfélögum og fjölmiðlum. Nú þegar vika er í næsta ársþing KSÍ hefur hópurinn skilað frá sér skýrslu. Í niðurstöðukafla hennar segir að það sé mat starfshópsins að umræðan innan knattspyrnuhreyfingarinnar sé of skammt á veg komin til að hægt sé að ná fram niðurstöðu um mögulegar breytingar núna. Breytingar á mótahaldi þurfi að hafa víðtækan stuðning og ekki verði ráðist í þær nema að vandlega athuguðu máli. Leggjast þurfi í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir þau fjölmörgu atriði sem hafa þurfi í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Starfshópurinn leggst þar með gegn hugmyndum Skagamanna um að taka strax ákvörðun um fjölgun liða í Pepsi Max deild karla, en í tillögu ÍA fyrir ársþingið segir að 14 lið skuli skipa efstu deild á næsta ári. Starfshópurinn leggur til að hann fái að starfa áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi næsta haust. Í skýrslu starfshópsins segir að þær leiðir sem hafi verið nefndar séu aðallega þrjár, þó að fleiri hafi verið skoðaðar lauslega: Fjölgun liða í deildinni Fjölgun umferða í deildinni (sami liðafjöldi eða fækkun liða) Úrslitakeppni með skiptingu deildarinnar Helstu markmiðin með því að fjölga leikjum í deildinni eru sögð fimm: Auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi Nýta betur fjárfestingu aðildarfélaganna í leikmönnum og starfsmönnum Auka möguleika á tekjuöflun Auka verðmæti sjónvarps– og markaðsréttinda deildarinnar Mæta vaxandi eftirspurn Þar kemur einnig fram að ýmis úrlausnarefni og áskoranir fylgi því að ná settum markmiðum. Þannig þurfi að horfa til veðurfars, vallarmála, áhuga stuðninsgmanna og rétthafa, sjálfboðaliða, dómaramál, áhrifa á leikmenn og ýmislegs fleira.Skýrsluna má lesa í heild hér.
KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sjá meira