Vilja fresta ákvörðun um fjölgun leikja Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 12:00 KR varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð eftir 22 umferða mót. Vísir/Daníel KSÍ skipaði í lok síðasta árs starfshóp til að skoða mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla með það í huga að fjölga leikjum í deildinni. Starfshópinn skipa fulltrúar frá KSÍ, aðildarfélögum og fjölmiðlum. Nú þegar vika er í næsta ársþing KSÍ hefur hópurinn skilað frá sér skýrslu. Í niðurstöðukafla hennar segir að það sé mat starfshópsins að umræðan innan knattspyrnuhreyfingarinnar sé of skammt á veg komin til að hægt sé að ná fram niðurstöðu um mögulegar breytingar núna. Breytingar á mótahaldi þurfi að hafa víðtækan stuðning og ekki verði ráðist í þær nema að vandlega athuguðu máli. Leggjast þurfi í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir þau fjölmörgu atriði sem hafa þurfi í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Starfshópurinn leggst þar með gegn hugmyndum Skagamanna um að taka strax ákvörðun um fjölgun liða í Pepsi Max deild karla, en í tillögu ÍA fyrir ársþingið segir að 14 lið skuli skipa efstu deild á næsta ári. Starfshópurinn leggur til að hann fái að starfa áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi næsta haust. Í skýrslu starfshópsins segir að þær leiðir sem hafi verið nefndar séu aðallega þrjár, þó að fleiri hafi verið skoðaðar lauslega: Fjölgun liða í deildinni Fjölgun umferða í deildinni (sami liðafjöldi eða fækkun liða) Úrslitakeppni með skiptingu deildarinnar Helstu markmiðin með því að fjölga leikjum í deildinni eru sögð fimm: Auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi Nýta betur fjárfestingu aðildarfélaganna í leikmönnum og starfsmönnum Auka möguleika á tekjuöflun Auka verðmæti sjónvarps– og markaðsréttinda deildarinnar Mæta vaxandi eftirspurn Þar kemur einnig fram að ýmis úrlausnarefni og áskoranir fylgi því að ná settum markmiðum. Þannig þurfi að horfa til veðurfars, vallarmála, áhuga stuðninsgmanna og rétthafa, sjálfboðaliða, dómaramál, áhrifa á leikmenn og ýmislegs fleira.Skýrsluna má lesa í heild hér. KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
KSÍ skipaði í lok síðasta árs starfshóp til að skoða mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla með það í huga að fjölga leikjum í deildinni. Starfshópinn skipa fulltrúar frá KSÍ, aðildarfélögum og fjölmiðlum. Nú þegar vika er í næsta ársþing KSÍ hefur hópurinn skilað frá sér skýrslu. Í niðurstöðukafla hennar segir að það sé mat starfshópsins að umræðan innan knattspyrnuhreyfingarinnar sé of skammt á veg komin til að hægt sé að ná fram niðurstöðu um mögulegar breytingar núna. Breytingar á mótahaldi þurfi að hafa víðtækan stuðning og ekki verði ráðist í þær nema að vandlega athuguðu máli. Leggjast þurfi í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir þau fjölmörgu atriði sem hafa þurfi í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Starfshópurinn leggst þar með gegn hugmyndum Skagamanna um að taka strax ákvörðun um fjölgun liða í Pepsi Max deild karla, en í tillögu ÍA fyrir ársþingið segir að 14 lið skuli skipa efstu deild á næsta ári. Starfshópurinn leggur til að hann fái að starfa áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi næsta haust. Í skýrslu starfshópsins segir að þær leiðir sem hafi verið nefndar séu aðallega þrjár, þó að fleiri hafi verið skoðaðar lauslega: Fjölgun liða í deildinni Fjölgun umferða í deildinni (sami liðafjöldi eða fækkun liða) Úrslitakeppni með skiptingu deildarinnar Helstu markmiðin með því að fjölga leikjum í deildinni eru sögð fimm: Auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi Nýta betur fjárfestingu aðildarfélaganna í leikmönnum og starfsmönnum Auka möguleika á tekjuöflun Auka verðmæti sjónvarps– og markaðsréttinda deildarinnar Mæta vaxandi eftirspurn Þar kemur einnig fram að ýmis úrlausnarefni og áskoranir fylgi því að ná settum markmiðum. Þannig þurfi að horfa til veðurfars, vallarmála, áhuga stuðninsgmanna og rétthafa, sjálfboðaliða, dómaramál, áhrifa á leikmenn og ýmislegs fleira.Skýrsluna má lesa í heild hér.
KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira